Markaðurinn
MS svarar kalli Ketó-aðdáenda með rifnum cheddar osti
Lágkolvetna- og Ketó-mataræði hefur verið sérstaklega vinsælt á Íslandi síðustu misseri og þar leika hinir ýmsu ostar stór hlutverk því þeir eru alla jafna án kolvetna. Einn af þeim ostum sem eru í uppáhaldi hjá stórum hluta þessa hóps er Óðals Cheddar og er því gaman að segja frá því að MS hefur svarað kalli neytenda með því að bjóða nú upp á rifinn cheddar ost í 200 g pokum.
Í hverjum 100 g af rifnum cheddar eru 34 g fita, 23 g prótein og engin kolvetni. Rifinn cheddar ostur hentar fullkomlega í alls kyns matargerð og má þar nefna heimatilbúið ostasnakk, eggjakökur, ketó pizzubotna og í dásamlegar cheddar vöfflur.
Cheddar vöfflur með avókadó og beikoni
Uppskrift fyrir eina vöfflu:
2 stk. egg
50 g rifinn cheddar ostur
Chili salt, eða salt og chili flögur eftir smekk
Blandið saman og bakið í vöfflujárni.
Ofan á vöffluna er svo gott að setja avókadó, stökkt beikon, chili salt og ólífuolíu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði