Markaðurinn
MS svarar kalli Ketó-aðdáenda með rifnum cheddar osti
Lágkolvetna- og Ketó-mataræði hefur verið sérstaklega vinsælt á Íslandi síðustu misseri og þar leika hinir ýmsu ostar stór hlutverk því þeir eru alla jafna án kolvetna. Einn af þeim ostum sem eru í uppáhaldi hjá stórum hluta þessa hóps er Óðals Cheddar og er því gaman að segja frá því að MS hefur svarað kalli neytenda með því að bjóða nú upp á rifinn cheddar ost í 200 g pokum.
Í hverjum 100 g af rifnum cheddar eru 34 g fita, 23 g prótein og engin kolvetni. Rifinn cheddar ostur hentar fullkomlega í alls kyns matargerð og má þar nefna heimatilbúið ostasnakk, eggjakökur, ketó pizzubotna og í dásamlegar cheddar vöfflur.
Cheddar vöfflur með avókadó og beikoni
Uppskrift fyrir eina vöfflu:
2 stk. egg
50 g rifinn cheddar ostur
Chili salt, eða salt og chili flögur eftir smekk
Blandið saman og bakið í vöfflujárni.
Ofan á vöffluna er svo gott að setja avókadó, stökkt beikon, chili salt og ólífuolíu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






