Matthías Þórarinsson
Miklar endurbætur á Hilton | Nýtt og stórglæsilegt VOX Lounge á jarðhæð hússins
Hilton Reykjavík Nordica skartar nú nýrri og ferskri ásýnd í framhaldi af glæsilegum endurbótum á jarðhæð hússins sem miða að því að skapa aukin þægindi fyrir gesti.
Rýmið hefur verið brotið upp á einkar smekklegan hátt og rammar þannig inn skemmtilegar setustofur með vönduðum húsgögnum og fallegri hönnun sem nýtast einstaklingum jafnt sem hópum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem að Matthías Þórarinsson ljósmyndari veitingageirans tók nú á dögunum. Umhverfið er hlýlegt og verður án efa til þess að auka enn frekar á vinsældir hótelsins.
Auk þessa opnar hótelið nú nýtt og stórglæsilegt rými; VOX Lounge á jarðhæð hússins. VOX Lounge kemur til með að nýtast hótelgestum sem viðbót við setustofu og alrými auk þess sem rýmið er kjörið fyrir minni viðburði og fundi þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundinn fundarsal að ræða.
Á sama tíma er VOX Lounge ákveðin framlenging á VOX bar og fléttast að auki við forrýmið á jarðhæðinni sem gjarnan er nýtt fyrir stærri ráðstefnur og fundi. Á VOX Lounge er hljóðkerfi, tjald og skjávarpi og hentar rýmið því einkar vel til mannfagnaða.
Myndir: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?