Matthías Þórarinsson
Miklar endurbætur á Hilton | Nýtt og stórglæsilegt VOX Lounge á jarðhæð hússins
Hilton Reykjavík Nordica skartar nú nýrri og ferskri ásýnd í framhaldi af glæsilegum endurbótum á jarðhæð hússins sem miða að því að skapa aukin þægindi fyrir gesti.
Rýmið hefur verið brotið upp á einkar smekklegan hátt og rammar þannig inn skemmtilegar setustofur með vönduðum húsgögnum og fallegri hönnun sem nýtast einstaklingum jafnt sem hópum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem að Matthías Þórarinsson ljósmyndari veitingageirans tók nú á dögunum. Umhverfið er hlýlegt og verður án efa til þess að auka enn frekar á vinsældir hótelsins.
Auk þessa opnar hótelið nú nýtt og stórglæsilegt rými; VOX Lounge á jarðhæð hússins. VOX Lounge kemur til með að nýtast hótelgestum sem viðbót við setustofu og alrými auk þess sem rýmið er kjörið fyrir minni viðburði og fundi þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundinn fundarsal að ræða.
Á sama tíma er VOX Lounge ákveðin framlenging á VOX bar og fléttast að auki við forrýmið á jarðhæðinni sem gjarnan er nýtt fyrir stærri ráðstefnur og fundi. Á VOX Lounge er hljóðkerfi, tjald og skjávarpi og hentar rýmið því einkar vel til mannfagnaða.
Myndir: Matthías
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






















