Matthías Þórarinsson
Miklar endurbætur á Hilton | Nýtt og stórglæsilegt VOX Lounge á jarðhæð hússins
Hilton Reykjavík Nordica skartar nú nýrri og ferskri ásýnd í framhaldi af glæsilegum endurbótum á jarðhæð hússins sem miða að því að skapa aukin þægindi fyrir gesti.
Rýmið hefur verið brotið upp á einkar smekklegan hátt og rammar þannig inn skemmtilegar setustofur með vönduðum húsgögnum og fallegri hönnun sem nýtast einstaklingum jafnt sem hópum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem að Matthías Þórarinsson ljósmyndari veitingageirans tók nú á dögunum. Umhverfið er hlýlegt og verður án efa til þess að auka enn frekar á vinsældir hótelsins.
Auk þessa opnar hótelið nú nýtt og stórglæsilegt rými; VOX Lounge á jarðhæð hússins. VOX Lounge kemur til með að nýtast hótelgestum sem viðbót við setustofu og alrými auk þess sem rýmið er kjörið fyrir minni viðburði og fundi þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundinn fundarsal að ræða.
Á sama tíma er VOX Lounge ákveðin framlenging á VOX bar og fléttast að auki við forrýmið á jarðhæðinni sem gjarnan er nýtt fyrir stærri ráðstefnur og fundi. Á VOX Lounge er hljóðkerfi, tjald og skjávarpi og hentar rýmið því einkar vel til mannfagnaða.
Myndir: Matthías
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita