Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mikið álag hjá Domino’s – 450 manns á vakt
Þjóðin kýs að sleppa við eldamennsku og einbeita sér að landsleiknum en Domino‘s hefur aldrei fengið jafn margar pantanir líkt og í kvöld, og þó hefur gengið vel að standa við uppgefna biðtíma, en lengsti biðtími var 120 mín og hvorki meira né minna en 450 manns á vakt.
Pantanafjöldinn síðustu þrjá klukkutímanna er án fordæma í sögu Domino‘s á Íslandi. Tugþúsundir hafa reynt að panta pítsur hjá fyrirtækinu á sama tíma. Heimasíðan er undir miklu álagi, sem og pantana-app fyrirtækisins og þjónustuver. 160 símalínur eru í þjónustuveri fyrirtækisins og hafa þær allar verið uppteknar síðasta klukkutímann. Ekkert kvöld er sambærilegt, hvorki Eurovision né fyrri íþróttaleikir hafa leitt til jafn mikils álags.
Domino‘s vill koma því á framfæri að fyrirtækið hafði undirbúið sig vel fyrir þennan dag en fjöldinn er samt töluvert meiri en búist hafði verið. Starfsfólk Domino‘s vildi alls ekki gera neitt til að skemma þetta sögulega kvöld fyrir viðskiptavinum en mjög vandasamt er að afgreiða þetta mikla magn pantana á svo skömmum tíma. Biðtímar urðu því mun lengri í kvöld en annars er vaninn hjá fyrirtækinu og var lengsta biðin upp í 120 mínútur í sumum hverfum. Þess má geta að afkastageta á hvern útsölustað er meiri hér á landi en í öðrum löndum.
Stjórnendur eru ánægðir með að tekist hefur að standa við uppgefna biðtíma, bæði í heimsendingu og þegar sótt er á staðinn. Nokkuð sem getur verið mjög vandasamt á „sprengjukvöldum“ eins og þessu.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta