Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Metnaðarfullur rekstrarstjóri á nýjum veitingastað í Reykjavík
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á húsnæði við Grandagarð 8 í Reykjavík síðastliðnar vikur. Staðurinn heitir Barion Bryggjan Brugghús og eigandi þess er Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, gjarnan þekktur sem Simmi Vill. Barion er einnig staðsettur í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem Arion banki var áður til húsa.
Gylfi Ásbjörnsson matreiðslumaður verður rekstrarstjóri staðarins.
Mikill fjöldi starfsmanna verður við störf á Barion við Grandagarð, en þeir verða á bilinu 50 – 60 manns, matreiðslumenn, þjónar, barþjónar, uppvaskarar, dyraverðir, bruggmeistari ofl.
Á meðal faglærða á staðnum er framreiðslumaðurinn Julios Adam Freysson, en hann hefur starfað á Café París, Hótel Sögu og svo matreiðslumaðurinn Rudolf Gabor Vaslaki.
Gylfi starfaði áður hjá Dineout.is
„Eftir að ég hætti sem rekstrarstjóri Café París þá ákvað ég að taka mér pásu frá „gólfinu“ og bauðst að taka þátt í þróun dineout.is borðabókunarkerfinu og miðlægu síðunni sem því fylgir.
Nú er komið svo að það verkefni er komið vel af stað og ekki mikið eftir að gera sem krafðist minnar sérþekkingar og komið að lokum í því verkefni að minni hálfu.“
Sagði Gylfi í samtali við veitingageirinn.is.
Gylfi er eins og áður segir matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Loftleiðum og á Laugaás og meistari hans er Ragnar Kr. Guðmundsson. Gylfi útskrifaðist árið 1998.
Gylfi hefur starfað á Hótel Legoland, Catering fyrir kvikmyndabransann með Guðmundi á Laugaás, Turninum á 19. Hæð, Café París, Bekkjarvik Gjestgivery í Noregi þar sem Gylfi starfaði með Örjan Johannessen fulltrúa Noregs í Bocuse d‘Or 2014 svo fátt eitt sé nefnt.
En hvernig kom það til að þú tókst við starfinu á Barion?
„Það atvikaðist þannig að Sigurjón félagi minn hafði samband við mig varðandi að sjá um veitingastjórastöðuna á Flavor og Bókasafninu sem verða í Minigarðinum sem opnar núna í júní.
Ég var mjög spenntur fyrir því en svo datt þetta verkefni í hendurnar á þeim félögum Simma Vill og Villa (Wilsoninn) og mér var rænt yfir á Barion Bryggjuna Brugghús sem er virkilega spennandi verkefni.“
Sagði Gylfi í samtali við veitingageirinn.is.
Markmið hjá Barion hefur ávallt verið að bjóða upp á metnaðarfulla matargerð og velja hágæða hráefni sem fær viðskiptavini sína aftur í heimsókn. Matseðillinn á Barion við Grandagarð verður eins og á Barion í Mosfellsbæ, en einnig er í boði réttir dagsins.
Munum við sjá Gylfa twist á matseðlinum á nýja staðnum?
„Við munum byrja með sama matseðil og concept sem er á Barion í Mosfellsbæ, þegar við erum svo komnir lengra á veg þá fer alveg örugglega að bera á smá Gylfa Twisti. Barion Bryggjan Brugghús mun vera félagsheimili fullorðna fólksins fyrir höfuðborgarsvæðið.“
Barion Bryggjan Brugghús er á lokasprettinum og er áætlað að opna formlega á allra næstu dögum.
Myndir: facebook / Barion Mosfellsbær | Úr einkasafni Gylfa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025