Frétt
Mest magn af sjávarafurðum flutt út til Noregs
Flutt voru út tæplega 685 þúsund tonn af sjávarafurðum á árinu 2023 sem er 57 þúsund tonnum minna en árið áður. Útflutningsverðmæti sjávarafurða síðasta árs var um 353 milljarðar króna en var 359 milljarðar króna árið 2022.
Frystar sjávarafurðir voru 44% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 25% og mjöl/lýsi um 20%. Af einstökum fisktegundum var verðmæti frystra þorskafurða mest eða tæpir 50 milljarðar króna og næst kom verðmæti ísaðs þorsks, um 38 milljarðar, að því er fram kemur á hagstofa.is.
Mest magn var flutt út til Noregs eða sem nemur tæpum 20% af heildarmagninu en 11% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Næstmest var flutt út til Bretlands, um 13% af heildarmagninu og 16% útflutningsverðmætisins.
Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga fiskafurða, var rúmlega 353 milljarðar árið 2023 sem var nær óbreytt frá fyrra ári. Á föstu verðlagi jókst útflutningsframleiðsla um 9% miðað við verðlag ársins 2012.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“