Frétt
Mest magn af sjávarafurðum flutt út til Noregs
Flutt voru út tæplega 685 þúsund tonn af sjávarafurðum á árinu 2023 sem er 57 þúsund tonnum minna en árið áður. Útflutningsverðmæti sjávarafurða síðasta árs var um 353 milljarðar króna en var 359 milljarðar króna árið 2022.
Frystar sjávarafurðir voru 44% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 25% og mjöl/lýsi um 20%. Af einstökum fisktegundum var verðmæti frystra þorskafurða mest eða tæpir 50 milljarðar króna og næst kom verðmæti ísaðs þorsks, um 38 milljarðar, að því er fram kemur á hagstofa.is.
Mest magn var flutt út til Noregs eða sem nemur tæpum 20% af heildarmagninu en 11% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Næstmest var flutt út til Bretlands, um 13% af heildarmagninu og 16% útflutningsverðmætisins.
Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga fiskafurða, var rúmlega 353 milljarðar árið 2023 sem var nær óbreytt frá fyrra ári. Á föstu verðlagi jókst útflutningsframleiðsla um 9% miðað við verðlag ársins 2012.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF