Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum

Birting:

þann

Meistaradagurinn haldinn hátíðlegur í Hótel- og matvælaskólanum - Allir velkomnir

Meistaradagurinn verður haldinn næsta mánudag, 13. janúar klukkan 14:30, í Sunnusal í Hótel- og matvælaskólanum í MK.

Á meistaradeginum er nemum og meisturum boðið að koma saman að ræða málin þar sem góðir gestir koma í heimsókn sem munu fræða gesti um hið merkilega starfs sem þeir vinna af hendi.

Þeir gestir sem koma í hús eru:

Iðan
Nemastofa
Matvís
Erasmus+

Skólinn vonast til að þetta mun opna á öfluga umræðu um námið, ferilbókina, Erasmus+ og margt fleira.

Farið verður yfir allt ferlið frá því að veitingastaðurinn sækir um nemaleyfi og þangað til Iðnsveinninn sækir um í meistaranámi og allt þar á milli.

Auglýsingapláss

„Hugmyndin bakvið þennan dag er að opna á enn meira samtal milli skólans og veitingageirans og vonandi fáum við sem flesta í heimsókn til okkar.“

Sagði Haraldur Jóhann Sæmundsson framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans í samtali við veitingageirinn.is.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið