Markaðurinn
Matvælastofnun varar við: Kartöfluflögur með ófullnægjandi merkingum
Matvælastofnun varar þá neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir mjólkurpróteinum við einni framleiðslulotu af Eldorado Rustika chips með Sourcream & Onion sem Atlaga ehf. flytur inn. Varan er vanmerkt og ekki getið um að hún innihaldi mjólkurprótein á innihaldslýsingu. Fyrirtækið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) hefur innkallað vöruna.
Tilkynning kom til Íslands í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Eldorado
- Vöruheiti: Rustika Chips með Sourcream & Onion
- Framleiðandi: Axfood AB
- Innflytjandi: Atlaga ehf.
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 30.07.25
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Dreifing: Prís, Smáratorgi 3
Neytendur sem keypt hafa viðkomandi vörur eru hvattir til að skila í verslun Prís Smáratorgi 3 og fá endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur