Markaðurinn
Matvælastofnun varar við: Kartöfluflögur með ófullnægjandi merkingum
Matvælastofnun varar þá neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir mjólkurpróteinum við einni framleiðslulotu af Eldorado Rustika chips með Sourcream & Onion sem Atlaga ehf. flytur inn. Varan er vanmerkt og ekki getið um að hún innihaldi mjólkurprótein á innihaldslýsingu. Fyrirtækið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) hefur innkallað vöruna.
Tilkynning kom til Íslands í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Eldorado
- Vöruheiti: Rustika Chips með Sourcream & Onion
- Framleiðandi: Axfood AB
- Innflytjandi: Atlaga ehf.
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 30.07.25
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Dreifing: Prís, Smáratorgi 3
Neytendur sem keypt hafa viðkomandi vörur eru hvattir til að skila í verslun Prís Smáratorgi 3 og fá endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas