Frétt
Matvælastofnun stöðvaði starfsemi matvælafyrirtækis á Norðurlandi eystra
Þann 5. júlí síðastliðinn stöðvaði Matvælastofnun starfsemi matvælafyrirtækis á Norðurlandi eystra. Við eftirlit komu í ljós mörg alvarleg frávik sem fólu í sér brot á matvælalögum og reglugerðum byggðum á þeim sem settar eru til að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Í tilkynningu kemur ekki fram hvaða matvælafyrirtæki sem um ræðir á Norðurlandi eystra, en samkvæmt heimildum RÚV þá lokaði MAST fiskvinnsluna Hrísey Seafood.
Stofnunin gerir kröfur um umfangsmiklar úrbætur og verður starfsemin ekki leyfð að nýju fyrr en orðið hefur við þeim. Jafnframt hefur fyrirtækið verið fellt úr frammistöðuflokki B niður í frammistöðuflokk C sem felur í sér strangara eftirlit þegar starfsemin hefst að nýju.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður






