Frétt
Matvælastofnun stöðvaði starfsemi matvælafyrirtækis á Norðurlandi eystra
Þann 5. júlí síðastliðinn stöðvaði Matvælastofnun starfsemi matvælafyrirtækis á Norðurlandi eystra. Við eftirlit komu í ljós mörg alvarleg frávik sem fólu í sér brot á matvælalögum og reglugerðum byggðum á þeim sem settar eru til að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Í tilkynningu kemur ekki fram hvaða matvælafyrirtæki sem um ræðir á Norðurlandi eystra, en samkvæmt heimildum RÚV þá lokaði MAST fiskvinnsluna Hrísey Seafood.
Stofnunin gerir kröfur um umfangsmiklar úrbætur og verður starfsemin ekki leyfð að nýju fyrr en orðið hefur við þeim. Jafnframt hefur fyrirtækið verið fellt úr frammistöðuflokki B niður í frammistöðuflokk C sem felur í sér strangara eftirlit þegar starfsemin hefst að nýju.
Mynd: mast.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði