Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matur og gleði hjá KM – Orðuveiting – Myndir
Á árshátíð Klúbbs matreiðlsumeistara sem haldin var á Hótel Varmalandi þann 29. apríl síðastliðinn var Ólöfu Jakobsdóttir veitt Cordon Blue orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
„Ólöf á meðal annars heiðurinn að því að stofnuð var Jafnréttisnefnd innan KM og er starfandi formaður hennar.
Auk þess að hafa sinnt ýmsum störfum fyrir KM, þá er Ólöf óþreyttandi að benda á það sem betur má fara í starfi KM, sérstakalega þegar kemur að jafnrétti“.
sagði Þórir Erlingsson forseti KM.
Ólöf lærði matreiðslu á Horninu, Hótel Sögu, Geranium í Kaupmannahöfn og Hótel Lególandi. Hún er einnig viðurkenndur alþjóðlegur dómari frá heimssamtökum matreiðslumanna og hefur dæmt í keppnum fyrir KM.
Í dag starfar Ólöf sem matreiðslumeistari og veitingastjóri á Horninu, sem hún rekur með fjölskyldu sinni.
„Það vantar fleiri stelpur í nám í matreiðslu og það vantar fleiri konur inn í starf KM. Með konum eins og Ólöfu í fararbroddi má reikna með því að konum fjölgi á næstu árum“
sagði Þórir að lokum.
Matur og gleði
Óhætt er að segja að mikil gleði hafi verið á Hótel Varmalandi í Borgarfirði þann 29. apríl síðastliðinn þegar aðalfundur og árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara var haldinn.
Sjá einnig: Spennandi tímar framundan hjá Klúbbi Matreiðslumeistara – Lárusi Rúnari Loftssyni veitt heiðursorða KM
Fundurinn hófst klukkan 10:00 og var aðalfundastörfum lokið um klukkan 15:00. Árshátíðin hófst svo klukkan 18:00. Fyrr um daginn var mökum félagsmanna boðið í ferð um Borgarnes þar sem Landnámssetrið var meðal annars heimsótt.
Auk frábærum félagsskap og fjölda happdrættisvinninga, orðuveitingar og tónlist fram eftir nóttu, þar sem félagsmenn dönsuðu af mikilli ákefð, stóðu matreiðslumenn hótelsins sig frábærlega.
Matseðill kvöldsins saman stóð af:
Canapé
Lifrafrauð í kramarhús með portvínshlaupi & pikkluðum ávöxtum
Forréttur
Gufusoðinn þorskur með bankabyggi, kerfill & buerre blanc
Aðalréttur
Timjan-& black garlic marineruð lambamjöðm, kartöflupressa með lambaskanka, ostrusveppum, sveppakrem & lambasoðsósa
Eftirréttur
Sticky toffee kaka með butterscotch karmellu og vanilluís
Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistara

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara