Frétt
Matur og Drykkur með Pop Up í Barcelona
Veitingastaðurinn Matur og Drykkur býður til Pop Up viðburðar þann 24. september næstkomandi í tilefni af stærstu bæjarhátíð Barcelona, La Mercé.
Hátíðin er stærsta menningarhátíð Barcelonaborgar og er haldin einu sinni á ári. Þetta árið hefur Reykjavík verið valin vinaborg Barcelona á hátiðinni.
Þarna munu kokkarnir frá Mat og Drykk reiða fram það besta úr íslensku hráefni og matarhefðum og kynna fyrir boðsgestum. Matur og Drykkur er einn af þeim veitingastöðum sem hefur verið leiðandi afl í norrænni matargerð á Íslandi og hafa notað séreinkenni íslensks hráefnis í sinni matargerð með því að gæða gamla rétti nýju lífi.
Annar tilgangur með þessum viðburði er að tengja saman íslenska og spænska listamenn og fagna því að Reykjavíkurborg er með stórt hlutverk á La Mercé í tónleikahaldi, listsköpun og menningu.
Dj BenSol mun sjá um að þeyta skífum.
Öllum íslensku listamönnunum, Höfuðborgarstofu og Íslandsstofu verður boðið á þennan viðburð ásamt spænskum listamönnum og blaðamönnum. Viðburðurinn verður haldinn í Wer-Haus sem er gallerí og veitingastaður á besta stað í Barcelona.
Matur og Drykkur er nefndur eftir tímamótabók Helgu Sigurðar. Á Mat og Drykk eru sögulegar uppskriftir lagaðar að nútímanum og bornar fram, bæði til að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar og kveikja á henni áhuga. Matur og Drykkur hefur meðal annars verið nefndur einn af bestu veitingastöðum landsins af Michelin Guide og norræna veitingahúsaritinu White Guide og útnefndur einn af veitingastöðum ársins af Nordic Prize.
Ljósmyndir: Matur og Drykkur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna