Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mataraðstöðu Best Western Hotel Reykjavík breytt – Myndir fyrir og eftir breytingu
Best Western Hótel Reykjavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðastliðnum vikum. Öll neðsta hæðin hefur verið tekin í gegn og skartar nú hótelið einni flottustu morgunverðar-, bar- og kvöldverðaraðstöðu í miðbæ Reykjavíkur. Það var Björn Skaptason hjá Atelier arkitektum sem sá um hönnun og framkvæmd á aðstöðunni.
„Við erum afskaplega stolt af þessum breytingum og okkur þykir þær hafa heppnast virkilega vel. Að loka heilu hóteli vegna breytinga er alltaf stór ákvörðun en þetta hefur gengið vonum framar og við erum virkilega sátt með útkomuna,“
segir hótelstýran Alexandra Gyða Frímannsdóttir.
Hótelið, sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur, hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun á síðastliðnum árum. Nýlega var nokkrum hótelherbergjum einnig breytt í svokölluð Character herbergi. Þetta eru þau herbergi sem staðsett eru í þeim hluta byggingarinnar sem hýsti Ölgerðina, fyrsta íslenska brugghúsið, hér árum áður.
Í dag má sjá greinileg ummerki Ölgerðarinnar í herbergjunum, þar á meðal gamla bruggpotta og fleira.
Myndir: aðsendar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







