Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mataraðstöðu Best Western Hotel Reykjavík breytt – Myndir fyrir og eftir breytingu
Best Western Hótel Reykjavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðastliðnum vikum. Öll neðsta hæðin hefur verið tekin í gegn og skartar nú hótelið einni flottustu morgunverðar-, bar- og kvöldverðaraðstöðu í miðbæ Reykjavíkur. Það var Björn Skaptason hjá Atelier arkitektum sem sá um hönnun og framkvæmd á aðstöðunni.
„Við erum afskaplega stolt af þessum breytingum og okkur þykir þær hafa heppnast virkilega vel. Að loka heilu hóteli vegna breytinga er alltaf stór ákvörðun en þetta hefur gengið vonum framar og við erum virkilega sátt með útkomuna,“
segir hótelstýran Alexandra Gyða Frímannsdóttir.
Hótelið, sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur, hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun á síðastliðnum árum. Nýlega var nokkrum hótelherbergjum einnig breytt í svokölluð Character herbergi. Þetta eru þau herbergi sem staðsett eru í þeim hluta byggingarinnar sem hýsti Ölgerðina, fyrsta íslenska brugghúsið, hér árum áður.
Í dag má sjá greinileg ummerki Ölgerðarinnar í herbergjunum, þar á meðal gamla bruggpotta og fleira.
Myndir: aðsendar.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….