Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mataraðstöðu Best Western Hotel Reykjavík breytt – Myndir fyrir og eftir breytingu
Best Western Hótel Reykjavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðastliðnum vikum. Öll neðsta hæðin hefur verið tekin í gegn og skartar nú hótelið einni flottustu morgunverðar-, bar- og kvöldverðaraðstöðu í miðbæ Reykjavíkur. Það var Björn Skaptason hjá Atelier arkitektum sem sá um hönnun og framkvæmd á aðstöðunni.
„Við erum afskaplega stolt af þessum breytingum og okkur þykir þær hafa heppnast virkilega vel. Að loka heilu hóteli vegna breytinga er alltaf stór ákvörðun en þetta hefur gengið vonum framar og við erum virkilega sátt með útkomuna,“
segir hótelstýran Alexandra Gyða Frímannsdóttir.
Hótelið, sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur, hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun á síðastliðnum árum. Nýlega var nokkrum hótelherbergjum einnig breytt í svokölluð Character herbergi. Þetta eru þau herbergi sem staðsett eru í þeim hluta byggingarinnar sem hýsti Ölgerðina, fyrsta íslenska brugghúsið, hér árum áður.
Í dag má sjá greinileg ummerki Ölgerðarinnar í herbergjunum, þar á meðal gamla bruggpotta og fleira.
Myndir: aðsendar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður