Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mataraðstöðu Best Western Hotel Reykjavík breytt – Myndir fyrir og eftir breytingu
Best Western Hótel Reykjavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðastliðnum vikum. Öll neðsta hæðin hefur verið tekin í gegn og skartar nú hótelið einni flottustu morgunverðar-, bar- og kvöldverðaraðstöðu í miðbæ Reykjavíkur. Það var Björn Skaptason hjá Atelier arkitektum sem sá um hönnun og framkvæmd á aðstöðunni.
„Við erum afskaplega stolt af þessum breytingum og okkur þykir þær hafa heppnast virkilega vel. Að loka heilu hóteli vegna breytinga er alltaf stór ákvörðun en þetta hefur gengið vonum framar og við erum virkilega sátt með útkomuna,“
segir hótelstýran Alexandra Gyða Frímannsdóttir.
Hótelið, sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur, hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun á síðastliðnum árum. Nýlega var nokkrum hótelherbergjum einnig breytt í svokölluð Character herbergi. Þetta eru þau herbergi sem staðsett eru í þeim hluta byggingarinnar sem hýsti Ölgerðina, fyrsta íslenska brugghúsið, hér árum áður.
Í dag má sjá greinileg ummerki Ölgerðarinnar í herbergjunum, þar á meðal gamla bruggpotta og fleira.
Myndir: aðsendar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf