Markaðurinn
Marengskrans með rjóma og lakkríssósu
Marengs, marengs, marengs! Það er ekki hægt að fá leið á marengs, það er bara þannig. Það er endalaust hægt að leika sér með slíkar kökur, hafa þær litlar, stórar, með berjum, með nammi og allt þar á milli.
Eitt er þó víst að engin er marengsterta án rjóma! Hann spilar lykilhlutverk í slíkum kökum, alltaf! Hér höfum við sannkallaðan jólamarengskrans með hindberjarjóma og lakkríssósu sem óhætt er að mæla með núna um hátíðarnar.
Marengs:
- 5 eggjahvítur
- 240 g púðursykur
- 2 tsk. kartöflumjöl
- 2 tsk. hvítvínsedik
- Hitið ofninn í 120°C.
- Teiknið tvo eins hringi á bökunarpappír með gati í miðjunni, setjið á sitthvora bökunarplötuna.
- Þeytið eggjahvíturnar á meðalhraða þar til þær fara aðeins að freyða.
- Aukið þá hraðann og bætið sykrinum saman við í litlum skömmtum.
- Kartöflumjöl og hvítvínsedik má fara saman við í lokin og þeytið þar til marengsinn er stífþeyttur og topparnir halda sér.
- Bakið í eina klukkustund og leyfið að kólna með ofninum.
Lakkríssósa:
- 1 poki Bingókúlur
- 5 msk. rjómi frá Gott í matinn
- Bræðið saman í potti og leyfið að ná stofuhita áður en sett er á marengsinn.
Fylling og samsetning:
- 500 ml þeyttur rjómi frá Gott í matinn
- 125 g maukuð hindber
- Ber og blóm til skrauts
- Þeytið rjómann og blandið maukuðum hindberjum saman við með sleikju.
- Dreifið úr lakkríssósu yfir neðri marengsinn með því að renna skeið fram og tilbaka. Ekki þekja alveg heldur nota rúmlega helming sósunnar í þetta.
- Setjið hindberjarjómann á milli marengshringjanna.
- Dreifið úr restinni af lakkríssósunni og skreytið með blómum og berjum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?