Vertu memm

Markaðurinn

Marengskrans með rjóma og lakkríssósu

Birting:

þann

Marengskrans með rjóma og lakkríssósu

Marengs, marengs, marengs! Það er ekki hægt að fá leið á marengs, það er bara þannig. Það er endalaust hægt að leika sér með slíkar kökur, hafa þær litlar, stórar, með berjum, með nammi og allt þar á milli.

Eitt er þó víst að engin er marengsterta án rjóma! Hann spilar lykilhlutverk í slíkum kökum, alltaf!  Hér höfum við sannkallaðan jólamarengskrans með hindberjarjóma og lakkríssósu sem óhætt er að mæla með núna um hátíðarnar.

Marengs:

  • 5 eggjahvítur
  • 240 g púðursykur
  • 2 tsk. kartöflumjöl
  • 2 tsk. hvítvínsedik
  1. Hitið ofninn í 120°C.
  2. Teiknið tvo eins hringi á bökunarpappír með gati í miðjunni, setjið á sitthvora bökunarplötuna.
  3. Þeytið eggjahvíturnar á meðalhraða þar til þær fara aðeins að freyða.
  4. Aukið þá hraðann og bætið sykrinum saman við í litlum skömmtum.
  5. Kartöflumjöl og hvítvínsedik má fara saman við í lokin og þeytið þar til marengsinn er stífþeyttur og topparnir halda sér.
  6. Bakið í eina klukkustund og leyfið að kólna með ofninum.

Lakkríssósa:

  • 1 poki Bingókúlur
  • 5 msk. rjómi frá Gott í matinn
  1. Bræðið saman í potti og leyfið að ná stofuhita áður en sett er á marengsinn.

Fylling og samsetning:

  • 500 ml þeyttur rjómi frá Gott í matinn
  • 125 g maukuð hindber
  • Ber og blóm til skrauts
  1. Þeytið rjómann og blandið maukuðum hindberjum saman við með sleikju.
  2. Dreifið úr lakkríssósu yfir neðri marengsinn með því að renna skeið fram og tilbaka. Ekki þekja alveg heldur nota rúmlega helming sósunnar í þetta.
  3. Setjið hindberjarjómann á milli marengshringjanna.
  4. Dreifið úr restinni af lakkríssósunni og skreytið með blómum og berjum.

Hægt að skoða uppskrift líka hér.

Marengskrans með rjóma og lakkríssósu

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið