Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Lúxushótelin halda til hafs – Michelin metnaður á miðju Atlantshafi

Birting:

þann

Sífellt fleiri lúxushótelkeðjur leggja nú út í nýjan rekstrarflokk og setja á markað stórglæsileg skemmtiferðaskip sem kynnt eru sem „yachts“ fremur en hefðbundin skemmtiferðaskip. Meðal þeirra sem leiða þessa þróun er Ritz-Carlton, sem hefur kynnt ný skip undir eigin merki þar sem veitingar og þjónusta eru í fyrirrúmi.

Markmiðið er að sameina það besta úr tveimur heimum, nákvæmni og þjónustustig lúxushótela annars vegar, og frelsi og ævintýraanda siglinga hins vegar. En á bak við glæsilegu yfirborðið leynist ný áskorun: hvernig má skapa upplifun sem stenst væntingar þeirra sem eru vanir hágæða matargerð, fágun og þjónustu á heimsælakvarða?

Maturinn í lykilhlutverki

Á nýju lúxusskipunum er matargerðin ekki hliðarafþreying heldur kjarninn í upplifuninni. Skipin státa af veitingastöðum á Michelin-stigi og matseðlum sem taka mið af hverju siglingasvæði. Hráefni eru sótt til nærliggjandi hafna, og kokkar leggja áherslu á að draga fram sérkenni matar og menningar áfangastaðanna.

Gestir geta því búist við að njóta rétta úr fersku sjávarfangi við strendur Miðjarðarhafsins, smakka vín frá vínræktarsvæðum Suður-Frakklands eða kynnast kryddaðri og litríkri karabískri matargerð eftir því hvar ferðin ber niður.

Þessi nálgun krefst hins vegar mikillar útsjónarsemi. Birgjar verða að vera áreiðanlegar, geymslurými á skipum skipulega nýtt og eldhúsin rekin með sama aga og á virtum hótelum á landi. Hver einasti réttur á að segja sögu um smekk, ástríðu og metnað í eldhúsinu og endurspegla bæði stað og stund.

Nýtt svið fyrir veitingageirann

Með þessu nýja formi ferðalaga skapast líka tækifæri fyrir fagfólk í matargerð og framreiðslu. Um borð í þessum snekkjum er lögð áhersla á fjölbreyttan mannskap, kokka, vínþjóna, barþjóna og þjónar sem hafa bæði hæfni og innsæi til að skapa upplifun sem stenst alþjóðlegan samanburð.

Þjónustan á að vera persónuleg, fagleg og um leið afslöppuð, í anda hinnar fullkomnu gestamóttöku sem lúxushótel eru þekkt fyrir. Þannig verður upplifunin á sjónum ekki aðeins ferðalag heldur lifandi dæmi um það hvernig nútímaleg matarmenning og gestrisni geta tekið á sig nýja mynd.

Myndir: ritzcarltonyachtcollection.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið