Vertu memm

Markaðurinn

Litlar og ljómandi góðar burrata kúlur

Birting:

þann

Litlar og ljómandi góðar burrata kúlur

Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu.

Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu og með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni getum við boðið upp á íslenskan mozzarella sem ostaunnendur og matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Með aukinni eftirspurn höfum við nú svarað kalli þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem hafa óskað eftir minni kúlum og bjóðum við nú upp dós með tveimur litlum 50 g kúlum.

Burrata er dásamlegur ofan á pizzur og smakkast einstaklega vel með pestó og fíkjum og þá henta litlu kúlurnar einstaklega vel í forrétti og smárétti, með salatinu og góðu brauði.

Við hlökkum til að kynna þessa bragðgóðu nýjung fyrir landsmönnum og hvetjum forvitna til að sækja innblástur á uppskriftasíðu MS, www.gottimatinn.is

Burrata uppskriftir

Skoða vöruna nánar á www.ms.is

Litlar og ljómandi góðar burrata kúlur

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið