Markaðurinn
Litlar og ljómandi góðar burrata kúlur
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu.
Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu og með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni getum við boðið upp á íslenskan mozzarella sem ostaunnendur og matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Með aukinni eftirspurn höfum við nú svarað kalli þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem hafa óskað eftir minni kúlum og bjóðum við nú upp dós með tveimur litlum 50 g kúlum.
Burrata er dásamlegur ofan á pizzur og smakkast einstaklega vel með pestó og fíkjum og þá henta litlu kúlurnar einstaklega vel í forrétti og smárétti, með salatinu og góðu brauði.
Við hlökkum til að kynna þessa bragðgóðu nýjung fyrir landsmönnum og hvetjum forvitna til að sækja innblástur á uppskriftasíðu MS, www.gottimatinn.is
Skoða vöruna nánar á www.ms.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







