Markaðurinn
Litlar og ljómandi góðar burrata kúlur
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu.
Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu og með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni getum við boðið upp á íslenskan mozzarella sem ostaunnendur og matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Með aukinni eftirspurn höfum við nú svarað kalli þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem hafa óskað eftir minni kúlum og bjóðum við nú upp dós með tveimur litlum 50 g kúlum.
Burrata er dásamlegur ofan á pizzur og smakkast einstaklega vel með pestó og fíkjum og þá henta litlu kúlurnar einstaklega vel í forrétti og smárétti, með salatinu og góðu brauði.
Við hlökkum til að kynna þessa bragðgóðu nýjung fyrir landsmönnum og hvetjum forvitna til að sækja innblástur á uppskriftasíðu MS, www.gottimatinn.is
Skoða vöruna nánar á www.ms.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni5 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf