Frétt
Listería í kjúklingapasta

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af kjúklingapasta frá fyrirtækinu Preppup. Listería (Listeria monocytogenes) greindist í salatinu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Preppup
- Vöruheiti: Kjúklingapasta
- Framleiðandi: Matarkompaní ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: L 112 / 25.05.21
- Geymsluskilyrði: 0-4°C
- Dreifing: Nettó, Iceland, Hagkaup, Krambúðin, Kjörbúðin og á vef PreppUp
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila til verslunar eða fyrirtækisins gegn endurgreiðslu. Hægt er að hafa samband í síma 519-9887 eða með tölvupósti [email protected] til að fá frekari upplýsingar.
Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





