Markaðurinn
Limoncello Tiramisu
Uppskrift dugar í 6-8 skálar/glös eftir stærð
- Sítrónu Limoncello síróp (sjá uppskrift að neðan)
- 1 ½ pk. Lady Fingers kex (c.a 30 stykki)
- 500 g Mascarpone ostur frá Gott í matinn (við stofuhita)
- 130 g flórsykur
- 1 vanillustöng (fræin)
- 600 ml þeyttur rjómi frá Gott í matinn (skipt í 200 og 400 ml)
- 3-5 msk. Lemon Curd (eftir smekk)
- Sítrónusneiðar og flórsykur til skrauts
- Dýfið Lady Fingers í sítrónu sírópið og leyfið því aðeins að drekka það í sig, raðið því næst í botninn á glösum/skálum í einfalda röð. Stundum þarf að brjóta kexið í sundur og raða því þannig og það er allt í lagi.
- Þeytið næst rjómann og takið 200 ml til hliðar fyrir fyllinguna, geymið hitt til skrauts.
- Blandið Mascarpone osti, flórsykri og fræjunum úr einni vanillustöng saman í hrærivélinni og vefjið síðan þeytta rjómanum saman við með sleikju.
- Skiptið niður í glösin og sléttið aðeins úr blöndunni.
- Sprautið þá restinni af þeytta rjómanum yfir allt saman í litlum „doppum“. Best er að nota hringlaga stút sem er um 1 cm í þvermál (eða klippa gat á sterkan poka).
- Sigtið smá flórsykur yfir allt og skreytið með sítrónusneið.
- Best er að leyfa þessu að standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir/yfir nótt áður en þið njótið.
Sítrónu síróp
- 100 ml vatn
- 100 g sykur
- 1 x sítróna (safi + börkur)
- 50 ml Limoncello (má sleppa)
- Setjið vatn, sykur og sítrónusafa saman í pott ásamt hluta af sítrónuberkinum (nokkrar ræmur).
- Hitið að suðu og lækkið síðan hitann, hrærið reglulega og þegar sykurinn er alveg bráðinn má slökkva á hellunni og hræra Limoncello saman við.
- Næst má blandan kólna niður í stofuhita áður en þið dýfið kexunum í hana.
Hægt að skoða nánar hér Limoncello Tiramisu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








