Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Leyndarmálið á baki við eitt dýrasta nautakjöt í heimi – Myndband

Birting:

þann

Kobe - Kjöt

Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist

Kobe nautakjötið, sem framleitt er í Tajima héraði í Japan, er eitt dýrasta nautakjöt í heimi. Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist og er einnig með hærra hlutfalli af CLA fitusýrum.

Fóðrun og meðferð gripanna er langt og strangt ferli og er undir miklu eftirliti, en megináhersla er lögð á gæði umfram staðlaða fjöldaframleiðslu á nautakjöti.

Margar sögusagnir eru um að Kobe nautin eru gefin bjór að drekka, en það er ekki rétt samkvæmt ræktendum, aðspurðir um bjórdrykkjuna í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.

Kobe - Kjöt

Eftirlitsmenn fara vel yfir Kobe-kjötið og gefa einkunn á gæði áður en kjötið fer á uppboð.

Til eru eftirlíkingar á Kobe kjötinu sem framleitt er í Bandaríkjunum, en kílóverðið er töluvert lægra.  Á uppboðum selst 440 kg. ekta Kobe-naut í kringum 2 milljónir íslenskra króna.  Ekki er vitað hvort íslensk veitingahús bjóða upp á Kobe steikur í dag, en þau hafa vissulega gert það í gegnum tíðina.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið