Vertu memm

Frétt

Leitað að þjóðlegum réttum Íslendinga

Birting:

þann

Þjóðarréttir á okkar veg

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efna til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar.

Kannski verður þín hugmynd á matseðli veitingastaða hringinn í kringum landið?

Það getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina hvað sé þjóðlegur matur. Vissulega er hægt að leita til hefðanna og sagt sem svo: Þetta er þjóðlegt, þetta er íslenskt. Það er hins vegar hluti þess að lifa í samfélagi að taka hlutina til endurskoðunar öðru hverju og þróa í takt við tíðarandann, segir í tilkynningu.

Hótel- og matvælaskólinn eldar og reiðir fram 15 valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í kringum landið, velja einn af þeim 15 réttum sem komast í undanúrslit, á matseðilinn sinn í sumar.

Keppnin stendur til 1. maí næstkomandi. Hægt er að lesa nánar um samkeppnina og senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir í gömlum eða nýjum búningi á www.mataraudur.is.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið