Uppskriftir
Laxatartar með tómatolíu og laxahrognum
Forréttur fyrir 4
300 gr laxastykki
100 gr reyktur lax
2 msk sýrður rjómi
2 msk saxaður graslaukur
2 msk saxaður laukur
svartur pipar úr kvörn
Tómatolía:
1 dl tómatsafi
2 msk hvítvínsedik
3 msk ólífuolía
1 msk saxaður laukur
salt
svartur pipar úr kvörn
Hunangslegnar gúrkur:
100 gr gúrkur-flysjaðar og kjarnhreinsaðar
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik
salt og hvítur pipar
1 msk ólífuolía
Til skreytinga:
salat og söltuð laxahrogn
Aðferð:
- Saxið laxinn fínt og blandið sýrðum rjóma, graslauk og lauk saman við. Kryddið til með pipar.
- Mótið í fjóra bauta. Leggið á miðju disks.
- Blandið saman hráefnum í tómatolíu og setjið umhverfis laxinn með skeið. Skerið gúrkurnar í langar, hálfar sneiðar og leggið í marineringuna í stutta stund, raðið ofaná laxinn í fallegan hring.
- Skreytið með salati og setjið að síðustu teskeið af laxahrognum ofan á salatið.
- Framreiðið með góðu brauði.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið