Uppskriftir
Laxatartar með tómatolíu og laxahrognum
Forréttur fyrir 4
300 gr laxastykki
100 gr reyktur lax
2 msk sýrður rjómi
2 msk saxaður graslaukur
2 msk saxaður laukur
svartur pipar úr kvörn
Tómatolía:
1 dl tómatsafi
2 msk hvítvínsedik
3 msk ólífuolía
1 msk saxaður laukur
salt
svartur pipar úr kvörn
Hunangslegnar gúrkur:
100 gr gúrkur-flysjaðar og kjarnhreinsaðar
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik
salt og hvítur pipar
1 msk ólífuolía
Til skreytinga:
salat og söltuð laxahrogn
Aðferð:
- Saxið laxinn fínt og blandið sýrðum rjóma, graslauk og lauk saman við. Kryddið til með pipar.
- Mótið í fjóra bauta. Leggið á miðju disks.
- Blandið saman hráefnum í tómatolíu og setjið umhverfis laxinn með skeið. Skerið gúrkurnar í langar, hálfar sneiðar og leggið í marineringuna í stutta stund, raðið ofaná laxinn í fallegan hring.
- Skreytið með salati og setjið að síðustu teskeið af laxahrognum ofan á salatið.
- Framreiðið með góðu brauði.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars