Pistlar
Lávarðadeild KM í fræðsluferð til Suðurnesja – Myndir
Lávarðadeild Klúbbs Matreiðslumeistara fór í fræðsluferð til Suðurnesja þriðjudaginn 21. nóvember s.l.
Flugeldhús Icelandair
Fyrst var farið og skoðað Flugeldhús Icelandair í boði Jóns Vilhjámssonar. Ótrúlegt eldhús sem afgreiðir þúsundir fjölbreyttar máltíðir á dag við ótrúlega aðstöðu þar sem farþegum og starfsfólki á flugvellinum hefur margfaldast á nokkrum árum. Þarna eru unnin kraftaverk á hverjum degi.
Skólamatur
Síðan var farið og kíkt á nýja eldhúsið hjá Skólamat sem staðsett er í Keflavík. Við skoðuðum eldra eldhúsið fyrir nokkrum árum, en síðan hafa þúsundir máltíða bæst við. Eldaðar eru 10 þúsund skólamáltíðir á dag fyrir 44 skóla. Jón Axelsson matreiðslumeistari sýndi okkur þeirra frábæra nýja eldhús og útskýrði flæðið í vinnslunni á snilldarlegan hátt. Frábær rekstur.
Veisluþjónustan Soho
Því næst tókum við smá bíltúr um Keflavík en undirritaður þekkir nokkuð þar til. Þá var farið og skoðað hjá hinum landsþekkta snillingi Erni Garðars eins og flestir þekkja hann, á veislueldhús Soho sem stendur bókstaflega á klettabrún í Keflavíkurbæ.
Þarna fengu menn að skoða eldhúsið og síðan bauð Örn okkur upp á frábæran steiktan lax sem var algert lostæti.
Svo var haldið aftur inneftir eins og sannir Keflvíkingar segja.
Myndir tók Guðjón Steinsson matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s