Nemendur & nemakeppni
Kynnti franska kökugerðarlist og sykurskreytingu í Hótel- og matvælaskólanum
Franski kökugerðarmeistarinn, Jacquy Pfeiffer, var staddur hér á landi á vegum franska sendiráðsins.
Jacquy kynnti franska kökugerð í Hagkaupum í Kringlunni, sagði sögu um franska kökugerð í Alliance Française og bauð fólki að smakka á krásum eftir hann.
Jacquy Pfeiffer er einn fremsti kökugerðarmeistari í heimi en hann hefur starfað við mörg af fremstu veitingahúsum í heimi og rekur nú skóla í franskri kökugerð í Chicago. Hann hefur hlotið margar og miklar viðurkenningar fyrir list sína, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum.
Jacquy kíkti við í Hótel og matvælaskólann í Kópavogi þar sem hann skoðaði skólann og kynnti nemendum heimsklassakökugerð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi hér að neðan. Um 40 nemendur í matreiðslu og bakstri mættu í kennslustund hjá Jacquy.
„Hann sýndi bíómynd fyrir hádegi, Kings of pastry og svaraði spurningum eftir sýninguna. Eftir hádegi var hann fyrst og fremst að sýna okkur sykurvinnu sem hann er mjög fær í. Talaði við nemendur á meðan svaraði spurningum og sagði reynslusögur frá keppnum og kennslu. Mínir nemendur voru mjög ánægðir og við vorum síðan að leika okkur aðeins með sykur þann dag.
Sagði Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is.
Hér er smá myndband sem ég hef sett saman, sem sýnir hvað Jacquy Pfeiffer sýndi okkur í Hótel- og matvælaskólanum 6. nóv 2018. það er kanski í lengri kantinum en njótið eða ekki 🙂
Posted by Ásgeir Þór Tómasson on Wednesday, 7 November 2018
Myndir og vídeó: Ásgeir Þór Tómasson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað










