Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
KRYDD Veitingahús; „Við opnum á Laugardaginn kl. 18“ – Sjáðu matseðilinn hér
KRYDD veitingahús opnar á laugardaginn næstkomandi klukkan 18:00, að því er fram kemur á facebook síðu staðarins.
KRYDD er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Strandgötu 34 í Hafnargötu í húsi Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Staðurinn tekur 100 manns í sæti og býður meðal annars upp á Brunch hlaðborð alla sunnudaga frá klukkan 11:00 til 15:00. Verðið er 3600 kr fyrir fullorðna, 1600 kr fyrir börn 6-12 ára og ókeypis fyrir 5 ára og yngri.
KRYDD er með hádegis- og kvöldverðarseðil og eldhúsið er opið frá 12:00 til 22:00 en barinn og staðurinn verða opnir lengur.
Það má með sanni segja að matseðillinn er fjölbreyttur OG GIRNILEGUR að sjá og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Smáréttamatseðillinn sem er í boði frá kl. 11:00 – 18:00 inniheldur marga rétti. Börger og ekkert smásmíði eða 180 gr af nautakjöti, Le Kock strákarnir fá smá tvist á matseðlinum en KRYDD býður upp á rifinn grís á kleinuhring frá Le Kock. Nautarif, Buffalo kjúklingabringa, gratíneraðar franskar, tóma bruschetta, hnetursteik sem eru Vegan réttir, salöt og fleira.
Humarbrauðið er eitthvað sem kallar á að prufa fyrst, humar, ristaðar pekanhnetur, aioli og dill mmmm… say no more!
Kvöldverðaseðillinn er smekkfullur af góðgæti, nautatartar, bleikja á stökku brauði, sjávarrétta-kókossúpa að hætti KRYDD er á meðal rétta í forréttunum.
Aðalréttirnir eru meðal annars lambafillet og langtímaelduð lambaöxl sem einn réttur, grilluð og gljáð entrecote á beini, sjávarréttapasta og léttsaltaður þorskhnakki.
Eftirréttirnir eru fimm talsins Ástarpungar með karamellusósu, melónusúpa, súkkulaðimolar (Petit four), ostaplatti og hvít súkkulaðimús.
Barnamatseðill er í boði allan daginn lasagnia, spaghetti með pylsum og tómatsósu, grilluð samloka með skinku og osti.
Gott úrval af víni er í boði. Vekjum sérstaklega á 19 glæpir vínin en sagan á bak við það vín er að upphaflega var Ástralía fanganýlenda breta og það voru 19 glæpir sem þú gast framið í Bretlandi þar sem refsingin var að vera framseldur til Ástralíu (Punishment by transportation).
Markaðssetningin í kringum vínið “19 glæpir” er frábær, myndirnar framan á flöskunni eru raunverulegar og með snjallforriti er hægt að nota símann til að heyra sögu mannanna.
Einnig bendum við á rauðvínið frá vínframleiðandanum 1000 stories Wines þar sem Zinfandel-þrúgan ræður ríkjum, en hún er kamelljón vínþrúgnanna og hefur ótrúlega fjölbreyttar birtingarmyndir. Hér er um að ræða kraftmikið rauðvín og mjúkt með dökkum berjum, kanil, og viskítónum.
Veitingageirinn.is heldur áfram að fjalla um KRYDD, myndir af matnum og margt fleira, fylgist vel með.
Heimasíða: www.kryddveitingahus.is
Facebook: KRYDD veitingahús
Instagram: kryddveitingahus

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics