Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kosningabjórinn Þrasi kominn í sölu á völdum börum og veitingastöðum
Í dag setti næst minnsta bjórverksmiðja Íslands The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum bjórinn Þrasa í sölu. Bjórinn Þrasi kemur á markað núna rétt rúmri viku fyrir kosningar sem sérstakur kosningabjór. Þrasi er bjór af týpunni pale ale og er 5% alkahól innihald í honum.
“Við í The Brothers Brewery erum ekki nema 150 lítra bjórverksmiðja í dag og getum því brugðist hratt við og sett á markað í takmörkuðu upplagi bjóra þegar eitthvað skemmtilegt er í gangi í okkar litla samfélagi. Í kringum EM í fótbolta gerðum við bjórinn Heimi og núna gerum við sérstakan kosningabjór”
segir Kjartan Vídó sölu- og markaðsstjóri The Brothers Brewery.
Vörumerki Þrasa er hannað af Gunnari Júlíussyni hjá Gunnar Júl art og var hugsunin að ná fram þeirri stemningu sem að “virkir í athugasemdum” upplifa af stjórnmálamönnum á Íslandi. Eintömt þras og mas og ekkert nema bras!
The Brothers Brewery fékk framleiðsluleyfi í byrjun árs 2016 og frá þeim tíma hafa þeir m.a. unnið 1. verðlaun fyrir bjór ársins 2016 á Bjórhátíðinni á Hólum og einn dýrasti bjór íslandssögunnar Togarinn kemur frá The Brothers Brewery.
Í fréttatilkynningu segir að Þrasi verður til sölu í takmörkuðu upplagi á eftirfarandi sölustöðum frá og með deginum í dag. Kaldi Bar Reykjavík, Micro bar Reykjavík, Bjórgarðurinn Reykjavík, Ölhúsið – Ölstofa Hafnarfjarðar, Bjórsetur Íslands Hólum í Hjaltadal og á veitingastaðnum Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss