Keppni
Kornax á stóreldhúsinu 2019 í Laugardalshöll
Á stóreldhúsinu í Laugardalshöll mun Kornax standa fyrir keppni í brauða og kökugerð fyrir fyrsta árs bakaranema í Hótel-, og matvælaskólanum. Keppendur eru 10 talsins og hafa þeir verið að undirbúa stykkin sín undanfarnar vikur. Keppnin fer þannig fram að fyrri daginn verður keppt um besta brauðið og seinni daginn er keppt um besta vínarbrauðið og besta snúðinn.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum en stigahæsti neminn fær styrk fyrir skólagjöldum næstu annar frá KORNAX, gjafakörfu frá Nóa Síríus, Nesbú egg og hveiti. Einnig verða veitt vegleg verðlaun fyrir besta brauðið, besta snúðinn og besta vínabrauðið.
Dómarar verða þrír að þessu sinni og munu þeir dæma stykkin en gestir sýningarinnar fá að taka þátt með því að smakka og kjósa það sem þeim líkar best. Tekið verður tillit til þeirra atkvæða við dómgæsluna.
Við erum afar spennt fyrir þessu skemmtilega tækifæri til þess að vinna með og hvetja bakara framtíðarinnar áfram með þessum hætti og óskum þeim öllum góðs gengis í keppninni.
Síðan hvetjum við alla sem koma á sýninguna til þess að koma við á básnum okkar og gefa sitt atkvæði.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!