Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Konungskaffi opnar í nýja miðbænum á Selfossi

Birting:

þann

Konungskaffi

Kaffihúsið er staðsett í Konungshúsinu í miðbæ Selfoss.

Kaffihúsið Konungskaffi opnaði 21. apríl s.l. en það er staðsett í Konungshúsinu í miðbæ Selfoss.

Rekstraraðilar eru Ísak Eldjárn Tómasson og Sunna Mjöll Caird.

Konungskaffi býður bæði upp á mat og drykki með íslensku og dönsku sniði og að sjálfsögðu smurbrauð að dönskum hætti.

Um Konungshúsið

Húsið á Selfossi er endurgerð af Konungshúsinu, en upprunalega húsið var reist um vorið 1907 á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. Var það kallað Konungshúsið.

Húsið var leigt út til kaffisölu og gistingar næstu sumur og í því voru haldin réttarböll á haustin. Fyrir alþingishátíðina 1930 var ákveðið að flytja húsið og gera það upp og var það staðsett um 200 metrum utan við Valhöll. Var húsið haft sem bústaður Kristjáns konungs og Alexandrínu drottningar á Alþingishátíðinni.

Upp frá þessu mun það hafa farið að tíðkast að ráðherrar dveldu í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Var það oft nefnt forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Árið 1946 er talað um hann sem „sumarhús ráðherra hins íslenska lýðveldis“.

Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir kona hans og ungur dóttursonur. Þar er nú minnisvarði um þau.
Heimild: Ráðherrabústaðir/stjornarradid.is

Myndir: facebook / Konungskaffi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið