Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
KOKS opnaði Pop-Up veitingastað – Opnuðu í fyrrum húsnæði Íslenska sendiráðsins í Færeyjum
Michelin veitingastaðurinn KOKS í Færeyjum þurfti að loka staðnum líkt og margir aðrir veitingastaðir í heiminum vegna kórónufaraldursins, en um 85% gestir staðarins eru ferðamenn.
Til að halda öllu starfsfólki var ákveðið að opna systur veitingastað KOKS og nefna hann Roks. Roks er staðsettur á veitingastað sem tók sér „hlé“ í nokkra mánuði, en sá veitingastaður heitir Fútastova og er það sami eigandi á þeim stað og KOKS/Roks. Til gamans má geta þess að Íslenska sendiráðið var staðsett í húsnæði Roks fyrir einhverjum árum síðan.
„Þetta er eitthvað sem hafði verið hugmynd hjá KOKS í langan tíma. Hugmynd staðarins upprunalega er að vera með veitingastað sem gæti mögulega notað hráefni, sem hefði að öðru leyti verið hent, og koma því í einfaldari og flotta rétti. Við opnuðum í maí og hefur gengið frábærlega.“
Sagði Barði Páll Júlíusson matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is. Sjá fleiri fréttir um Barða hér.
Barði Páll er Sous chef á Koks og Roks og hefur starfað á Koks síðan í mars í fyrra.
Matseðillinn á Roks er mun einfaldari en á KOKS þar sem aðaláherslan er að aðlaga réttina að bæjarbúum og eru einnig mun ódýrari en á Koks.
Roks býður upp á 5 rétta matseðil en einnig upp á kavíar, smárétti, petit four og osta. Hægt er að fá „the full menu“ en hann inniheldur allt þetta ásamt vínpörun með réttunum.
Fimm rétta matseðilinn samanstendur af:
- Þorsk tartar með vatnakarsa sósu og vatnakarsa.
- Fiski frikadellur með kræklingakremi, sítrónu og hjartasalati.
- Gnocchi með kartöflukremi, garnatálg(sem er gerjuð innefli úr lambi), ostasósu og rifinn ræstur fiskur.
- Aðalréttur er annaðhvort: Ræst kjöt eða skötusels kinnar með sveppum, kartöflum, jarðskokkum og grænkáli.
- Eftirréttur er síðan; Söl krem, dökkt súkkulaði og bláberja sorbet.
Nú eru landamærin að opna fyrir Danmörku og Noreg ásamt Íslandi og Grænlandi og er komið mikið af bókunum á Koks.
Ég frétti að þið væruð að leita af „stagier’um“, er eitthvað til í því?
„Já, við á KOKS erum að skipuleggja að opna veitingastaðinn næstkomandi 7. eða 8. júlí og erum við farin að hlakka gríðarlega til að taka á móti gestum aftur.
Við höfum verið að athuga með stagier’a sem áttu að vera koma til okkar í júlí en nokkrir hafa þurft að afbóka sig og erum við þar að leiðandi með opin pláss fyrir stagier’a í sumar. Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja bæði áhugasama matreiðslumenn eða nema sem hafa metnað fyrir því að staga á KOKS að grípa tækifærið og sækja um það.
Einnig er þetta kjörið tækifæri fyrir Íslendinga, margir hverjir sem ætluðu kannski að ferðast í sumar en hafa þurft að afbóka allt saman, að taka sér til og bóka ferð til Færeyja. Færeyjar er frábært land með fallega náttúru og margt að skoða en einnig hægt að gera frábæra matarferð til að borða á tveggja stjörnu michelin stað.“
Sagði Barði Páll að lokum.
Með fylgir myndir af réttum frá Roks.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi