Keppni
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina. Forkeppni Kokks ársins hefst á morgun fimmtudaginn 27. mars, þar sem átta keppendur keppa um fimm sæti í úrslitakeppninni sem fer fram á laugardeginum.
Þeir sem berjast um efstu fimm sætin á morgun eru: (raðað eftir stafrófsröð)
- Bjarni Ingi Sigurgíslason
- Gabríel Kristinn Bjarnason
- Gunnar Georg Gray
- Hugi Rafn Stefánsson
- Ísak Jóhannsson
- Jafet Bergmann Viðarsson
- Kristín Birta Ólafsdóttir
- Wiktor Pálsson
Á föstudeginum verður keppnin um Grænmetiskokk ársins, sem hefst klukkan 12:00 og lýkur um klukkan 19:00. Sigurvegarinn mun taka þátt í Nordic Green Chef í Herning í Danmörku í mars næsta árs.
Keppnin Kokkur ársins var fyrst haldin árið 1994 og hefur hún verið ein mikilvægasta keppni fagkokka á Íslandi síðan. Á síðasta ári sigraði Hinrik Örn Lárusson keppnina og hélt svo áfram að keppa á Global Chef Europe fyrr á þessu ári. Þar stóð hann sig frábærlega og sigraði í Europe North-hluta keppninnar. Hinrik mun keppa í úrslitakeppni Global Chef sem fer fram í Wales í maí á næsta ári.
Sá sem fer með sigur af hólmi í árlegri keppni Kokks ársins öðlast rétt til að taka þátt í Nordic Chef á næsta ári – en sú keppni sameinar hæfileikaríkustu kokka Norðurlandanna.
Á föstudag fer fram keppnin um Grænmetiskokk ársins. Hún hefst klukkan 12:00 og áætlað er að henni ljúki um klukkan 19:00. Þetta er í annað sinn sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur þessa keppni. Fyrsta keppnin fór fram árið 2024, og þar stóð Bjarki Snær Þorsteinsson uppi sem sigurvegari. Hann keppti síðar fyrir Íslands hönd á Global Vegan Chef Europe, sem haldin var í Rimini á Ítalíu í febrúar, þar sem hann hafnaði í þriðja sæti í Europe North.
Sigurvegarinn í ár mun keppa á Nordic Green Chef, sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars á næsta ári.
Dagskrá fimmtudagsins lítur svona út:
Meðfylgjandi eru einnig nokkrar myndir frá keppninni í fyrra, teknar af Mumma Lú, sem fangar stemninguna og fagmennskuna sem ríkir á þessum viðburði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt21 klukkustund síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu













