Vertu memm

Keppni

Kokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars

Birting:

þann

Kokkur ársins 2025

Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025

Keppnirnar um Kokk ársins 2026 og Grænmetiskokk ársins 2026 fara fram í IKEA dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Klúbbur Matreiðslumeistara fer með undirbúning og framkvæmd keppnanna líkt og undanfarin ár.

Skráning í báðar keppnir hefst 2. febrúar og stendur til 22. mars. Þátttaka er gjaldfrjáls og eru allir einstaklingar með sveinsréttindi í matreiðslu hvattir til að taka þátt.

Grænmetiskokkur ársins 2025

Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025

Grunnhráefni forkeppnanna verða kynnt mánudaginn 23. mars og fara forkeppnir í báðum flokkum fram fimmtudaginn 26. mars. Úrslit í keppninni um Grænmetiskokk ársins 2026 fara fram föstudaginn 27. mars, en úrslitakeppni um titilinn Kokkur ársins 2026 verður haldin sunnudaginn 29. mars.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd keppnanna verða kynntar í næstu viku.

Myndir: Mummi Lú

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið