Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið: Kalda borðið sett upp í skjóli nætur

Birting:

þann

Rússneski listamaðurinn og gullverðlaunahafinn í showstykkjum María Shramko (lengst t.h.) kemur hér með sitt innlegg hvað má betur fara á kalda hlaðborðinu - Kokkalandsliðið

Rússneski listamaðurinn og gullverðlaunahafinn í showstykkjum (lengst t.h.) kemur hér með sitt innlegg hvað má betur fara á kalda hlaðborðinu

Það er búið að vera nóg að snúast hjá kokkalandsliðinu, en fjölmargar æfingar hafa verið og langt í frá að vera tilbúið.  Nú síðustu daga hafa meðlimir landsliðsins verið að fara yfir öll smáatriðin og laga það sem laga þarf.  Eins og kunnugt er þá fer kokkalandsliðið á Heimsmeistarakeppnina Expogast- Culinary world cup í Lúxemborg sem haldin verður dagana 20. – 24. nóvember 2010.

Við hittum Bjarna Gunnar Kristinsson ritara kokkalandsliðsins og forvitnuðumst aðeins um hvernig undirbúningurinn hefur gengið.

Hvað er að gerast í herbúðum landsliðsins, hvað er framundan?
Það er búið að vera strangar æfingar með Gert Klötzke sænska yfirþjálfaranum sem gerði Svíana tvisvar sinnum ólympíumeistara og það er verið að vinna eftir athugasemdum frá honum.

Hvernig hefur undirbúningurinn gengið og var ekki æfing 16. maí síðastliðin?
Jú það var æfing 16. maí og var þá allt sett upp í skjóli næturs og heiti maturinn var keyrður daginn áður.  Undirbúningur gengur vel og er stefnt að klára allt fyrir sumarfrí.

Hvernig er skiptingin hjá ykkur, þ.e. hvaða ábyrgðarmenn eru með hvaða rétt?
Það er flókin skipting hjá Karl Viggó Vigfússyni framkvæmdarstjóra landsliðsins, en það kemur maður í manns stað í öllum stöðum og eru landsliðsmenn færðir til eftir hvað hentar hverju sinni.

Er búið að ákveða hverjir verða í heita eldhúsinu í keppninni?
Það er búið að gera hópa um hvern rétt, en ekki búið negla hver er hvar.

Við þökkum Bjarna fyrir spjallið.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið