Keppni
Kokkalandsliðið: Kalda borðið sett upp í skjóli nætur
Það er búið að vera nóg að snúast hjá kokkalandsliðinu, en fjölmargar æfingar hafa verið og langt í frá að vera tilbúið. Nú síðustu daga hafa meðlimir landsliðsins verið að fara yfir öll smáatriðin og laga það sem laga þarf. Eins og kunnugt er þá fer kokkalandsliðið á Heimsmeistarakeppnina Expogast- Culinary world cup í Lúxemborg sem haldin verður dagana 20. – 24. nóvember 2010.
Við hittum Bjarna Gunnar Kristinsson ritara kokkalandsliðsins og forvitnuðumst aðeins um hvernig undirbúningurinn hefur gengið.
Hvað er að gerast í herbúðum landsliðsins, hvað er framundan?
Það er búið að vera strangar æfingar með Gert Klötzke sænska yfirþjálfaranum sem gerði Svíana tvisvar sinnum ólympíumeistara og það er verið að vinna eftir athugasemdum frá honum.
Hvernig hefur undirbúningurinn gengið og var ekki æfing 16. maí síðastliðin?
Jú það var æfing 16. maí og var þá allt sett upp í skjóli næturs og heiti maturinn var keyrður daginn áður. Undirbúningur gengur vel og er stefnt að klára allt fyrir sumarfrí.
Hvernig er skiptingin hjá ykkur, þ.e. hvaða ábyrgðarmenn eru með hvaða rétt?
Það er flókin skipting hjá Karl Viggó Vigfússyni framkvæmdarstjóra landsliðsins, en það kemur maður í manns stað í öllum stöðum og eru landsliðsmenn færðir til eftir hvað hentar hverju sinni.
Er búið að ákveða hverjir verða í heita eldhúsinu í keppninni?
Það er búið að gera hópa um hvern rétt, en ekki búið negla hver er hvar.
Við þökkum Bjarna fyrir spjallið.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu