Keppni
Kokkalandsliðið æfir stíft fyrir Heimsmeistarakeppnina | Myndir frá æfingum
Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana fyrir Heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem fram fer í nóvember. Æfingar fara fram í nýju æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins í húsnæði Esju Gæðafæðis með eldhústæki frá Progastro.
Nú á dögunum kom Gert Klötzke matreiðslumeistari til að skoða kalda borðið eftir æfingu liðsins. Gert er margverðlaunaður matreiðslumeistari og prófessor í matargerð. Hann þekkir vel hvað þarf til að ná árangri í keppnum enda stýrði hann sænska kokkalandsliðinu í mörg ár sem skilaði þeim meðal annars gullverðlaunum í þrígang.
Hann miðlaði af reynslu sinni og og var óspar á ráðleggingar enda fylgdust liðsmenn með honum af mikilli athygli.
Hér eru nokkrar myndir af einbeittum liðsmönnum á æfingum:
Myndir: af facebook síðu Kokkalandsliðsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins