Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið æfir stíft fyrir Heimsmeistarakeppnina | Myndir frá æfingum

Birting:

þann

Gert Klötzke á æfingu Kokkalandsliðsins

Gert Klötzke á æfingu Kokkalandsliðsins

Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana fyrir Heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem fram fer í nóvember.  Æfingar fara fram í nýju æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins í húsnæði Esju Gæðafæðis með eldhústæki frá Progastro.

Nú á dögunum kom Gert Klötzke matreiðslumeistari til að skoða kalda borðið eftir æfingu liðsins. Gert er margverðlaunaður matreiðslumeistari og prófessor í matargerð. Hann þekkir vel hvað þarf til að ná árangri í keppnum enda stýrði hann sænska kokkalandsliðinu í mörg ár sem skilaði þeim meðal annars gullverðlaunum í þrígang.

Hann miðlaði af reynslu sinni og og var óspar á ráðleggingar enda fylgdust liðsmenn með honum af mikilli athygli.

Hér eru nokkrar myndir af einbeittum liðsmönnum á æfingum:

 

 

Myndir: af facebook síðu Kokkalandsliðsins.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið