Keppni
Kokkalandsliðið æfir stíft fyrir Heimsmeistarakeppnina | Myndir frá æfingum
Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana fyrir Heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem fram fer í nóvember. Æfingar fara fram í nýju æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins í húsnæði Esju Gæðafæðis með eldhústæki frá Progastro.
Nú á dögunum kom Gert Klötzke matreiðslumeistari til að skoða kalda borðið eftir æfingu liðsins. Gert er margverðlaunaður matreiðslumeistari og prófessor í matargerð. Hann þekkir vel hvað þarf til að ná árangri í keppnum enda stýrði hann sænska kokkalandsliðinu í mörg ár sem skilaði þeim meðal annars gullverðlaunum í þrígang.
Hann miðlaði af reynslu sinni og og var óspar á ráðleggingar enda fylgdust liðsmenn með honum af mikilli athygli.
Hér eru nokkrar myndir af einbeittum liðsmönnum á æfingum:
Myndir: af facebook síðu Kokkalandsliðsins.

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle