Keppni
Kokkalandsliðið æfir stíft fyrir Heimsmeistarakeppnina | Myndir frá æfingum
Kokkalandsliðið æfir stíft þessa dagana fyrir Heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem fram fer í nóvember. Æfingar fara fram í nýju æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins í húsnæði Esju Gæðafæðis með eldhústæki frá Progastro.
Nú á dögunum kom Gert Klötzke matreiðslumeistari til að skoða kalda borðið eftir æfingu liðsins. Gert er margverðlaunaður matreiðslumeistari og prófessor í matargerð. Hann þekkir vel hvað þarf til að ná árangri í keppnum enda stýrði hann sænska kokkalandsliðinu í mörg ár sem skilaði þeim meðal annars gullverðlaunum í þrígang.
Hann miðlaði af reynslu sinni og og var óspar á ráðleggingar enda fylgdust liðsmenn með honum af mikilli athygli.
Hér eru nokkrar myndir af einbeittum liðsmönnum á æfingum:
Myndir: af facebook síðu Kokkalandsliðsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni

















