Kokkalandsliðið
KM meðlimir fengu höfðinglegar móttökur – Myndir
Síðastliðin þriðjudag bauð Mjólkursamsalan meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara í heimsókn.
Sölumenn á fyrirtækjamarkaði Ms þeir Ríkaharður og Bjarki byrjuðu heimsóknina á því að bjóða uppá ostanámskeiði þar sem yfir 30 kokkar mættu og fylgdust með.
MS (ísey skyr) og Klúbbur matreiðslumeistara skrifuðu svo undir samstarfssamnings og í kjölfarið var Kokkalandsliðinu færðar gjafir í tilefni af góðum árangri á Ólympíuleikunum.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall
Sunna Marteinsdóttir fór svo yfir hvað MS er að gera í umhverfismálum og svo að lokum framreiddi Árni þór Arnórsson matreiðslumeistari dýrindis mat handa gestunum, en matseðillinn var eftirfarandi:
Glæsilegt ostaborð með meðlæti.
Gott úrval af ostum var á hlaðborðinu: Feykir, Reykir, Grettir, Stóri Dímon, Gullostur, bóndabrie, Sterkur gouda og Höfðingi.
Lambainnralæri með kartöflugratíni, grænmeti, smjörsteiktum sveppum og að sjálfsögðu alvöru béarnaise
Skyrkaka með ferskum berjum og þeyttum G-rjóma ásamt pralín ostaköku
Myndir tók Árni Sæberg.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000