Kokkalandsliðið
KM meðlimir fengu höfðinglegar móttökur – Myndir
Síðastliðin þriðjudag bauð Mjólkursamsalan meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara í heimsókn.
Sölumenn á fyrirtækjamarkaði Ms þeir Ríkaharður og Bjarki byrjuðu heimsóknina á því að bjóða uppá ostanámskeiði þar sem yfir 30 kokkar mættu og fylgdust með.
MS (ísey skyr) og Klúbbur matreiðslumeistara skrifuðu svo undir samstarfssamnings og í kjölfarið var Kokkalandsliðinu færðar gjafir í tilefni af góðum árangri á Ólympíuleikunum.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall
Sunna Marteinsdóttir fór svo yfir hvað MS er að gera í umhverfismálum og svo að lokum framreiddi Árni þór Arnórsson matreiðslumeistari dýrindis mat handa gestunum, en matseðillinn var eftirfarandi:
Glæsilegt ostaborð með meðlæti.
Gott úrval af ostum var á hlaðborðinu: Feykir, Reykir, Grettir, Stóri Dímon, Gullostur, bóndabrie, Sterkur gouda og Höfðingi.
Lambainnralæri með kartöflugratíni, grænmeti, smjörsteiktum sveppum og að sjálfsögðu alvöru béarnaise
Skyrkaka með ferskum berjum og þeyttum G-rjóma ásamt pralín ostaköku
Myndir tók Árni Sæberg.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss