Vertu memm

Uppskriftir

Kjúklingasúpa með kókosmjólk

Birting:

þann

Kókos - Kókosmjólk

Kókosmjólk bragðast frábærlega og er mjög góð fyrir heilsuna.

Fyrir 8-10 manns

Innihald:

400 g eldaður kjúklingur

2 msk olífuolía

1 stk rauður chilli

1 tsk saxaður hvítlaukur

150 g laukur

100 g blaðlaukur

100 g græn paprika

2 tsk karry

1200 ml kjúklingasoð (vatn og teningur)

3 msk tómatpúrre

1 dós saxaðir tómatar

2 dósir kókosmjólk

Aðferð:

Setjið olíu í pott og bætið í chilli, lauk, blaðlauk, paprika, karrý, hvítlauk og látið malla í 1 mínútu.  Bætið í tómatpurré og kjúklingasoði látið sjóða í 10 mínútur.

Maukið með töfrasprota eða í blandara setið aftur í pottinn og bætið í söxuðum tómötum og kókosmjólk, látið sjóða í 15 mínútur, bætið loks í elduðum kjúkling og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar.

Berið súpuna fram með góðu brauði.

Árni Þór Arnórsson

Árni Þór Arnórsson

Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið