Uppskriftir
Kjúklingasúpa með kókosmjólk
Fyrir 8-10 manns
Innihald:
400 g eldaður kjúklingur
2 msk olífuolía
1 stk rauður chilli
1 tsk saxaður hvítlaukur
150 g laukur
100 g blaðlaukur
100 g græn paprika
2 tsk karry
1200 ml kjúklingasoð (vatn og teningur)
3 msk tómatpúrre
1 dós saxaðir tómatar
2 dósir kókosmjólk
Aðferð:
Setjið olíu í pott og bætið í chilli, lauk, blaðlauk, paprika, karrý, hvítlauk og látið malla í 1 mínútu. Bætið í tómatpurré og kjúklingasoði látið sjóða í 10 mínútur.
Maukið með töfrasprota eða í blandara setið aftur í pottinn og bætið í söxuðum tómötum og kókosmjólk, látið sjóða í 15 mínútur, bætið loks í elduðum kjúkling og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar.
Berið súpuna fram með góðu brauði.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun