Uppskriftir
Kjúklingasúpa með kókosmjólk
Fyrir 8-10 manns
Innihald:
400 g eldaður kjúklingur
2 msk olífuolía
1 stk rauður chilli
1 tsk saxaður hvítlaukur
150 g laukur
100 g blaðlaukur
100 g græn paprika
2 tsk karry
1200 ml kjúklingasoð (vatn og teningur)
3 msk tómatpúrre
1 dós saxaðir tómatar
2 dósir kókosmjólk
Aðferð:
Setjið olíu í pott og bætið í chilli, lauk, blaðlauk, paprika, karrý, hvítlauk og látið malla í 1 mínútu. Bætið í tómatpurré og kjúklingasoði látið sjóða í 10 mínútur.
Maukið með töfrasprota eða í blandara setið aftur í pottinn og bætið í söxuðum tómötum og kókosmjólk, látið sjóða í 15 mínútur, bætið loks í elduðum kjúkling og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar.
Berið súpuna fram með góðu brauði.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana