Uppskriftir
Kjúklingasúpa með kókosmjólk
Fyrir 8-10 manns
Innihald:
400 g eldaður kjúklingur
2 msk olífuolía
1 stk rauður chilli
1 tsk saxaður hvítlaukur
150 g laukur
100 g blaðlaukur
100 g græn paprika
2 tsk karry
1200 ml kjúklingasoð (vatn og teningur)
3 msk tómatpúrre
1 dós saxaðir tómatar
2 dósir kókosmjólk
Aðferð:
Setjið olíu í pott og bætið í chilli, lauk, blaðlauk, paprika, karrý, hvítlauk og látið malla í 1 mínútu. Bætið í tómatpurré og kjúklingasoði látið sjóða í 10 mínútur.
Maukið með töfrasprota eða í blandara setið aftur í pottinn og bætið í söxuðum tómötum og kókosmjólk, látið sjóða í 15 mínútur, bætið loks í elduðum kjúkling og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar.
Berið súpuna fram með góðu brauði.

Árni Þór Arnórsson
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift