Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ketilkaffi opnar í Listasafninu á Akureyri

Birting:

þann

Ketilkaffi opnar í Listasafninu á Akureyri

Eyþór Gylfason og Þórunn Edda Magnúsdóttir

Á dögunum var skrifað undir samning milli Listasafnsins á Akureyri og Þórunnar Eddu Magnúsdóttur og Eyþórs Gylfasonar um rekstur kaffihúss í Listasafninu. Stefnt er á opnun um miðjan júní og mun kaffihúsið bera heitið Ketilkaffi.

„Við erum mjög spennt fyrir að flytja aftur heim til Akureyrar og opna Ketilkaffi í Listasafninu, en okkur hefur lengi dreymt um að opna lítið kaffihús.  Við Eyþór höfum góðan grunn úr kaffi- og veitingageiranum, bæði á Íslandi og erlendis, og viljum bjóða Akureyringum og öðrum gestum bæjarins upp á hágæða veitingar.“

segir Þórunn Edda Magnúsdóttir í tilkynningu frá Listasafninu á Akureyri.

Sérvalið kaffi frá Kaffibrugghúsinu og náttúruvín frá Mikka ref

„Á boðsstólnum verður m.a. sérvalið kaffi frá Kaffibrugghúsinu, frábær náttúruvín frá Mikka ref, límonaði sem blandað er á staðnum og spennandi kokteilar, svo eitthvað sé nefnt. Áhersla verður á góðan mat úr gæðahráefnum og má þar nefna súrdeigsbrauðið okkar og salöt með sérvöldum ostum og kjötmeti, fjölbreyttan tapasseðil og ferskar acai- og drekaávaxtaskálar.

Að sjálfsögðu verður svo hægt að fá eitthvað sætt með kaffinu og erum við sérstaklega spennt fyrir að bjóða upp á súrdeigskleinuhringina okkar, sem gerðir eru ferskir frá grunni á hverjum morgni.“

„Alltaf gott veður á Akureyri“

„Eins og allir vita er alltaf gott veður á Akureyri og sólríka stéttin fyrir framan safnið og svalirnar á fjórðu hæðinni eru tilvalin svæði til að tylla sér með svalandi drykk og góðan mat og fylgjast með mannlífinu. Við hvetjum áhugasama til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum, en þar erum við þessa dagana að sýna frá tilraunaeldhúsinu okkar og öðrum undirbúningi.

Þegar nær dregur opnun í júní munum við svo kynna opnunartilboð sem gilda fyrir okkar fylgjendur og því er um að gera að fylgjast með,“

segir Þórunn Edda Magnúsdóttir annar eigenda Ketilkaffis.

Hægt er að fylgjast með Ketilkaffi á samfélagsmiðlum og á heimasíðu:

www.ketilkaffi.is
www.facebook.com/ketilkaffi
www.instagram.com/ketilkaffi

Mynd: facebook / Listasafnið á Akureyri

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið