Keppni
Keppnin Kokkur ársins haldin í Laugardalshöllinni
Keppnin um titilinn Kokkur ársins verður haldin í Laugardalshöll í apríl, þar sem búast má við að bestu kokkar landsins keppi sín á milli.
Keppandi skilar inn uppskrift af aðalrétti fyrir 8 manns sem inniheldur prótein, sterkju og meðlæti.
Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift og eina mynd.
Litmynd í fullum gæðum skal sýna réttinn á ómerktum diski eða platta og ekkert má gefa til kynna um nafn keppanda eða vinnustað.
Þátttaka er ókeypis. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, velur nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttarins.
Skil á uppskriftum er 15. mars 2022.
1. apríl verður forkeppni haldin í Laugardalshöllinni þar sem 10 matreiðslumenn keppa og 5 komast í úrslit sem haldin verður daginn eftir 2. apríl í laugardalshöllinni.
Kokkur ársins 2022 hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2023.
Í verðlaun er:
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: [email protected]
Keppnin hefur ekki verið haldin síðastliðin ár vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Árið 2019 hreppti Sigurjón Bragi Geirsson titilinn Kokkur ársins.
Sjá einnig:
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit