Keppni
Keppnin Kokkur ársins haldin í Laugardalshöllinni
Keppnin um titilinn Kokkur ársins verður haldin í Laugardalshöll í apríl, þar sem búast má við að bestu kokkar landsins keppi sín á milli.
Keppandi skilar inn uppskrift af aðalrétti fyrir 8 manns sem inniheldur prótein, sterkju og meðlæti.
Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift og eina mynd.
Litmynd í fullum gæðum skal sýna réttinn á ómerktum diski eða platta og ekkert má gefa til kynna um nafn keppanda eða vinnustað.
Þátttaka er ókeypis. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, velur nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttarins.
Skil á uppskriftum er 15. mars 2022.
1. apríl verður forkeppni haldin í Laugardalshöllinni þar sem 10 matreiðslumenn keppa og 5 komast í úrslit sem haldin verður daginn eftir 2. apríl í laugardalshöllinni.
Kokkur ársins 2022 hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2023.
Í verðlaun er:
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: kokkurarsins@chef.is
Keppnin hefur ekki verið haldin síðastliðin ár vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Árið 2019 hreppti Sigurjón Bragi Geirsson titilinn Kokkur ársins.
Sjá einnig:
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas