Keppni
Keppnin Kokkur ársins haldin í Laugardalshöllinni
Keppnin um titilinn Kokkur ársins verður haldin í Laugardalshöll í apríl, þar sem búast má við að bestu kokkar landsins keppi sín á milli.
Keppandi skilar inn uppskrift af aðalrétti fyrir 8 manns sem inniheldur prótein, sterkju og meðlæti.
Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift og eina mynd.
Litmynd í fullum gæðum skal sýna réttinn á ómerktum diski eða platta og ekkert má gefa til kynna um nafn keppanda eða vinnustað.
Þátttaka er ókeypis. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, velur nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttarins.
Skil á uppskriftum er 15. mars 2022.
1. apríl verður forkeppni haldin í Laugardalshöllinni þar sem 10 matreiðslumenn keppa og 5 komast í úrslit sem haldin verður daginn eftir 2. apríl í laugardalshöllinni.
Kokkur ársins 2022 hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2023.
Í verðlaun er:
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: [email protected]
Keppnin hefur ekki verið haldin síðastliðin ár vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Árið 2019 hreppti Sigurjón Bragi Geirsson titilinn Kokkur ársins.
Sjá einnig:
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana