Vertu memm

Markaðurinn

KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður

Birting:

þann

KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður

Nú er kom­in á markað ný og spenn­andi sér­út­gáfa af KEA skyri sem verður aðeins á markaði í tak­markaðan tíma. Nýtt KEA skyr með banana- og súkkulaðibragði er líkt og aðrar KEA skyr bragðteg­und­ir prótein­ríkt og ein­stak­lega bragðgott.

„Sér­út­gáf­urn­ar okk­ar hafa vakið mikla at­hygli síðustu miss­eri enda höf­um við verið óhrædd við að setja á markað nýj­ar og spenn­andi bragðteg­und­ir.

Að þessu sinni leyfðum við okkur jafnframt að fara langt út fyrir boxið í hönnun á umbúðunum og getum fullyrt að íslenskir skyraðdáendur hafi aldrei séð neitt þessu líkt,“

segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri ferskvara hjá Mjólkursamsölunni.

Fyrsta KEA skyr sér­út­gáf­an með saltkaramellubragði og eldgosi á umbúðunum vakti mikla lukku og fór það svo að hún var sett í hefðbundnar KEA skyr umbúðir og á nú fastan sess í vöruframboði KEA skyrs.

Nýja sérútgáfan með banana og súkkulaðibragði verður án plastloks og pappaskeiðar og er það liður í þeirri stefnu MS að draga úr plastnotkun en rannsóknir sýna að Íslendingar eru að venjast því að nota fjölnota skeiðar eftir að plastskeiðarnar voru bannaðar.

„Hvert skref í þessa átt er gott skref og við munum halda áfram þeirri vinnu að draga úr plasti í umbúðum okkar eins og kostur er án þess þó að það bitni á geymsluþoli varanna en skyrið er viðkvæm vara og plastið best til þess fallið að halda viðhalda gæðum og geymsluþoli þess,“

bætir Halldóra við að lokum.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið