Uppskriftir
Karrý- kókossúpa með kjúklingastrimlum
Fyrir 6 pers.
Hráefni:
1 stk rautt chilli
50 gr laukur
3 msk olía
1 tsk karrý
½ tsk turmeric
500 ml kjúklingasoð
-eða vatn og kjúklingakraftur
Salt
Pipar
2 dósir kokosmjólk
250 ml rjómi
½ + ½ rauð og græn paprika
Maisena mjöl eða smjörbolla (hveiti og smjör)
1 soðin skinnlaus kjúklingabringa í ræmum
Aðferð:
Chili er fræhreinsað og saxað smátt ásamt lauknum. Svitið chilli og lauk síðan í olíunni og bætið karrý og turmeric saman við .Hellið kjúklingasoði saman við og látið sjóða rólega stutta stund. Maukið með töfrasprota og bætið síðan kokos, og rjóma saman við. Sjóðið stutta stund, kryddið til með salti og pipar, og karrýi ef þurfa þykir. Þykkið súpuna með maisena eða smjörbollu. Saxið paprikuna fínt eða í litla teninga og bætið út í súpuna að síðustu ásamt kjúklingastrimlum. Látið sjóða og framreiðið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla