Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kári Þorsteins til Egilsstaða – Opnar veitingastað í Nielsenshúsinu
Í Nielsenshúsi á Egilsstöðum hefur verið rekið veitingahús en aðeins á sumrin undanfarin ár. Þetta fallega hús hefur verið harðlæst stærstan hluta ársins en nú verður breyting á því.
Kári Þorsteinsson hefur flutt til Egilsstaða ásamt Sólveigu Bjarnadóttur konu sinni sem er þar uppalin en sjálfur á hann ættir að rekja til Eskifjarðar. Kári var yfirkokkur á veitingastaðnum Dill í Reykjavíkur.
„Það er mikið af hráefni fyrir austan sem maður getur notað. Öll villibráðin er fyrir austan. Öll sem maður þarf og stutt niður á firði þannig að það er stutt í góðan fisk og annað sjávarfang. Villt ber og jurtir. Þetta er allt til staðar þarna þannig að ég kem til með að nýta mér það eins og ég get,“
segir Kári í samtali við ruv.is.
Nielsenshúsið er á góðum stað og hefur upp á marga möguleika að bjóða.
„Mjög huggulegt hús og elsta húsið á Egilsstöðum, þó það sé ekki gamalt, það er byggt 1944. Við stefnum á að opna í byrjun maí,“
segir Kári.
Google kort:
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Hægeldaður saltfiskur