Starfsmannavelta
Kaffivagninn seldur – Viggó: „Hugmyndin hjá rekstrarfélaginu er að halda í gamla góða Kaffivagninn og ekki breyta miklu“
Verið er að ganga frá pappírum um sölu FoodCo ehf. á fasteign og rekstri Kaffivagnsins á Granda, eins elsta veitingastaðar landsins.
Salteyri ehf. er að kaupa fasteignina og mun ganga frá leigusamningi um húsnæðið til Landvits ehf., sem mun áfram reka „gamla góða Kaffivagninn“ á staðnum.
Viggó Sigursteinsson frá Landviti staðfesti í samtali við mbl.is að samningaviðræður séu langt komnar.

Viggó Sigursteinsson er matreiðslumaður að mennt en hefur frá aldamótum verið í fasteignum. Viggó er einnig löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Mynd: landvit.is
Hvað tekur við í húsnæðinu?
„Hugmyndin hjá rekstrarfélaginu er að halda í gamla góða Kaffivagninn og ekki breyta miklu, nema heldur bæta í hádeginu,“
segir Viggó í samtali við mbl.is.
Viggó mun leigja húsnæðið af nýju eigendunum hjá Salteyri. Salteyri er fasteignafélag sem á meðal annars nokkuð af fasteignum í Hafnarfirði. Þar er Pétur Björnsson stjórnarformaður. Að sögn Péturs áleit félagið húsnæðið góðan fjárfestingarkost og sló til. Hann upplýsir ekki um söluverð fasteignarinnar en talar um „sanngjarnt verð“, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






