Starfsmannavelta
Kaffivagninn seldur – Viggó: „Hugmyndin hjá rekstrarfélaginu er að halda í gamla góða Kaffivagninn og ekki breyta miklu“
Verið er að ganga frá pappírum um sölu FoodCo ehf. á fasteign og rekstri Kaffivagnsins á Granda, eins elsta veitingastaðar landsins.
Salteyri ehf. er að kaupa fasteignina og mun ganga frá leigusamningi um húsnæðið til Landvits ehf., sem mun áfram reka „gamla góða Kaffivagninn“ á staðnum.
Viggó Sigursteinsson frá Landviti staðfesti í samtali við mbl.is að samningaviðræður séu langt komnar.

Viggó Sigursteinsson er matreiðslumaður að mennt en hefur frá aldamótum verið í fasteignum. Viggó er einnig löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Mynd: landvit.is
Hvað tekur við í húsnæðinu?
„Hugmyndin hjá rekstrarfélaginu er að halda í gamla góða Kaffivagninn og ekki breyta miklu, nema heldur bæta í hádeginu,“
segir Viggó í samtali við mbl.is.
Viggó mun leigja húsnæðið af nýju eigendunum hjá Salteyri. Salteyri er fasteignafélag sem á meðal annars nokkuð af fasteignum í Hafnarfirði. Þar er Pétur Björnsson stjórnarformaður. Að sögn Péturs áleit félagið húsnæðið góðan fjárfestingarkost og sló til. Hann upplýsir ekki um söluverð fasteignarinnar en talar um „sanngjarnt verð“, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?