Starfsmannavelta
Kaffivagninn seldur – Viggó: „Hugmyndin hjá rekstrarfélaginu er að halda í gamla góða Kaffivagninn og ekki breyta miklu“
Verið er að ganga frá pappírum um sölu FoodCo ehf. á fasteign og rekstri Kaffivagnsins á Granda, eins elsta veitingastaðar landsins.
Salteyri ehf. er að kaupa fasteignina og mun ganga frá leigusamningi um húsnæðið til Landvits ehf., sem mun áfram reka „gamla góða Kaffivagninn“ á staðnum.
Viggó Sigursteinsson frá Landviti staðfesti í samtali við mbl.is að samningaviðræður séu langt komnar.
Hvað tekur við í húsnæðinu?
„Hugmyndin hjá rekstrarfélaginu er að halda í gamla góða Kaffivagninn og ekki breyta miklu, nema heldur bæta í hádeginu,“
segir Viggó í samtali við mbl.is.
Viggó mun leigja húsnæðið af nýju eigendunum hjá Salteyri. Salteyri er fasteignafélag sem á meðal annars nokkuð af fasteignum í Hafnarfirði. Þar er Pétur Björnsson stjórnarformaður. Að sögn Péturs áleit félagið húsnæðið góðan fjárfestingarkost og sló til. Hann upplýsir ekki um söluverð fasteignarinnar en talar um „sanngjarnt verð“, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var