Markaðurinn
Kaffi Hleðslan snýr aftur!
Í maímánuði kynnti Mjólkursamsalan til leiks sérstaka Sumar Hleðslu en um var að ræða próteinríkan kaffidrykk úr íslenskri mjólk og kaldbrugguðu kaffi (e. cold brew coffee). Eins og nafnið gefur til kynna var þar á ferð sérstakur sumardrykkur og lagt upp með að um tímabundna vöru væri að ræða. Sumar Hleðslan hvarf því úr hillum verslana í lok sumars en síðan þá hefur rignt yfir fyrirspurnum og óskum um að fá drykkinn aftur á markað. Mjólkursamsalan er að vonum þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur og getur glatt unnendur kaffi Hleðslunnar með þeim gleðifréttum að drykkurinn er á leið í verslanir á ný.
Kaffi Hleðslan snýr aftur nú í lok október og er vert að geta þess að ein ferna af próteinkaffinu góða inniheldur 22 g prótein og 100 mg koffín úr 100% Arabica baunum frá Eþíópíu. Saman mynda kaffið og próteinrík mjólkin silkimjúka og bragðmilda kaffiblöndu sem enginn Hleðslu- eða kaffiunnandi ætti að láta framhjá sér fara.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur