Markaðurinn
Kaffi Hleðslan snýr aftur!
Í maímánuði kynnti Mjólkursamsalan til leiks sérstaka Sumar Hleðslu en um var að ræða próteinríkan kaffidrykk úr íslenskri mjólk og kaldbrugguðu kaffi (e. cold brew coffee). Eins og nafnið gefur til kynna var þar á ferð sérstakur sumardrykkur og lagt upp með að um tímabundna vöru væri að ræða. Sumar Hleðslan hvarf því úr hillum verslana í lok sumars en síðan þá hefur rignt yfir fyrirspurnum og óskum um að fá drykkinn aftur á markað. Mjólkursamsalan er að vonum þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur og getur glatt unnendur kaffi Hleðslunnar með þeim gleðifréttum að drykkurinn er á leið í verslanir á ný.
Kaffi Hleðslan snýr aftur nú í lok október og er vert að geta þess að ein ferna af próteinkaffinu góða inniheldur 22 g prótein og 100 mg koffín úr 100% Arabica baunum frá Eþíópíu. Saman mynda kaffið og próteinrík mjólkin silkimjúka og bragðmilda kaffiblöndu sem enginn Hleðslu- eða kaffiunnandi ætti að láta framhjá sér fara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10