Viðtöl, örfréttir & frumraun
K-Bar flytur inn kaffi frá Columbiu, Amor Perfecto
Nýopnaður veitingastaður á Laugavegi 74, K-Bar, þar sem Ólafur Örn ræður ríkjum ásamt fríðu föruneyti er búinn að fá fyrstu sendingu af kaffi frá Columbiu í hús, frá Amor Perfecto.
Einn kaldan föstudag fyrir ekki svo margt löngu fékk ég boð um að líta við og hitta kaffifrömuð frá Columbiu, þarna var á ferðinni magnaður fýr sem ákvað að synda aðeins á móti straumnum í heimalandinu. Luis Fernando Vélez heitir maðurinn og fékk þá hugmynd fyrir nálægt 15 árum að sennilega væri gáfulegra að rækta, týna, rista og pakka kaffinu í heimalandinu, útkoman er m.a. þetta kaffi sem boðið var uppá nýuppáhellt eftir kúnstarinnar reglum.
Reglur í heimalandinu, voru þar til fyrir 15 árum kváðu á um að baunir væru eingöngu fluttar út sem hráefni til brennslu og pökkunar annarsstaðar í heiminun. Hann fékk undanþágu til að rista kaffi í litlu magni, sem svo varð til þess að reglum var síðar breytt þannig að hægt væri að framkvæma þetta eins og þau eru að gera í dag, en nú er kaffið flutt út og er Reykjavík nú komið í hópinn.
Sonja Björg Grant kaffibarþjónn og kaffihúsaeigandi hefur verið Amor Perfecto innan handar með framleiðsluna og á þeim stutta tíma sem fyrirtækið hefur framleitt kaffi hefur þeim tekist að stimpla sig inn á heimsvísu og skorað hátt í kaffibarþjónakeppnum víða um heim.
Kaffið var magnað, ferskt á bragðið, gott jafnvægi, smá sítrusákvöxtur og gott ef maður fann ekki sólina og heitaloftið í sopanum líka.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta