Food & fun
Jónas Heiðarr á Apótekinu sigraði Reyka Kokkteilakeppnina – Vídeó
Samhliða Food & fun keppninni var haldin Reyka Vodka kokkteilkeppni, en eftirtaldir veitingastaðir höfðu sinn fulltrúa í keppninni Apótekið, Borg Restaurant, Bryggjan – Brugghús, Gallery Restaurant – Hotel Holt, Grand Restaurant, Grillið, Haust, Hverfisgata 12, Kitchen and Wine, Kol, Kolabrautin, Kopar, Matur og Drykkur, Satt Restaurant, Sjávargrillið, Slippbarinn, Sushi Samba, Steikhúsið og VOX.
Dómarar heimsóttu veitingastaðina á miðviku-, og fimmtudeginum og dæmdu alla drykkina og var niðurstaðan dómnefndar að Apótekið, Kopar, Bryggjan – Brugghús, Gallery Restaurant – Hotel Holt og Grand Restaurant skyldu keppa í fimm manna úrslit á laugardeginum 5. mars s.l.
Það var Jónas Heiðarr Guðnason frá Apótekinu sem sigraði keppnina með drykk sem hann blandaði með Reyka vodka, ávaxtasafa, líkjör, sírópi og yuxu.
Vídeó
Með fylgir vídeó sem sýnir úrslitakeppnina í Hörpu:
Dómarar:
Miðvikudagur og fimmtudagur:
- Joe Petch Reyka
- Tómas Kristjánsson
- Sigrún Guðmundsdóttir
- Margrét Gunnarsdóttir
- Árni Gunnarsson
Laugardagur – Úrslitakeppnin:
- Joe Petch Reyka
- Ólafur Björn Thoroddsen
- Guðlaug Halldórsdóttir
- Lilly Winwood
Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann í ár en Reyka Vodka býður sigurvegaranum flug fyrir tvo til hvaða áfangastaðar Icelandair í Evrópu. Jónas hefur ákveðið að fara til London, en þar ætlar Joe Petch Reyka ambassador að taka vel á móti honum og fara með hann ásamt einum gest í skoðunarferð á bestu bari og veitingastaði sem hægt er að finna í London. Þar mun Jónas sjá hvað þessir staðir eru að gera með Reyka Vodkann.
Jónas Heiðarr Guðnason gefur hér upp uppskriftina af verðlaunadrykknum sem ber heitið Hekla:
20 ml Ruby red grape fruit safi
20 ml Butterscotch líkjör
20 ml Green tea syrup
10 ml Yuxu
30 ml Reyka Vodka
Myndir: Ómar Vilhelmsson
Fleira tengt efni:
1. mars 2015 – Andrea á Grillinu sigraði Reyka Vodka kokkteilkeppnina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni













































