Keppni
Jömm keppir á European Street Food Awards í Malmö næstu helgi

Linda Ýr Stefánsdóttir og Signý Ylfa Sigurðardóttir með verðlaunin fyrir „Götubita fólksins“ í sumar
Í sumar um helgina 19. – 21. júlí stóð Reykjavik Street Food fyrir fyrstu götubitahátíðinni á Miðbakkanum í Reykjavík í samstarfi við European Street Food Awards. Þar voru samankomnir 20 veitingavagnar, -gámar og -básar sem kepptu um hylli dómnefndar og gesta. Eini 100% vegan staðurinn á svæðinu var Jömm og var hann kosinn Götubiti fólksins 2019.
Jömm fékk meðal annars í verðlaun, þátttökurétt að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppninni “European Street Food Awards” sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð næstkomandi helgi og þar með í fyrsta skiptið sem að íslenskur götubiti tekur þátt í keppninni.
Jömm mun bjóða uppá allan matseðil sinn á European Street Food Awards í Malmö en samhliða því þá eru aukaflokkar og eru keppnisréttirnir í því þessir:
Óskum Jömm góðs gengis í fyrstu Götubitakeppninni sem Íslendingar taka þátt í á erlendri grundu.
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni21 klukkustund síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan