Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jólastemningin er komin í bakaríið Reynir bakari
Jólastemningin er komin í bakaríið Reynir bakari, Dalvegi 4 og í Hamraborg, Kópavogi. Smákökur, marengsbotnar og þýskt stollen eru dæmi um hinar fjölmörgu jólavörur sem bakaríið býður upp á. Hjónin Reynir Carl Þorleifsson og Jenný Þóra Eyland eiga bakaríið sem er fjölskyldufyrirtæki. Bakaríið varð 21 árs 3. desember síðastliðinn og er þekkt fyrir heimsklassakökugerðarmenn en sem dæmi má nefna annan son þeirra hjóna, Henry Þór Reynisson.
Hann starfaði á sínum tíma hjá Harrod´s í London með heimsmeisturum í kökugerð. Á þeim tíma gerði hann tertur fyrir meðal annars Mick Jagger, Robbie Williams og Beckham-hjónin.
Eftir að Henry kom heim til að starfa með okkur hefur hann tekið tvisvar þátt í keppninni „Kaka ársins“, og sigraði í bæði skiptin, nú síðast fyrir „Köku ársins“ 2016,
segir Reynir í samtali við dv.is. Hann nefnir einnig að sá sem bjó til frægu rjómatertuna sem var á Hressingarskálanum í gamla daga hefur starfað hjá fyrirtækinu í 18 ár. Hjá Reyni og Jenný hafa allir starfsmenn sem eru í fullu starfi verið hjá fyrirtækinu í 10 ár eða lengur og því heimilislegt andrúmsloft í vinnunni að sögn Reynis. Að meðtöldu helgarstarfsfólki starfa samtals 25 manns fyrir hjónin sem skiptast á milli bakaríanna í Hamraborg og Dalveginum í Kópavogi.
Fyrirtækið var stofnað 1994 fyrir hálfgerða tilviljun segir Reynir, þar sem lítið sem ekkert var um að bakarí væru með lærlinga í þá daga. Þar af leiðandi tók Reynir þá ákvörðun ásamt Jenný að stofna „Reynir bakari“ og sjá þau ekki eftir því í dag.
Reynir bakari býður upp á mikið magn af sætabrauði af öllum stærðum og gerðum ásamt fjölbreytt úrval af marsipan-, rjóma-, súkkulaði- og öðrum veislutertum. Hægt er að sérpanta tertur hjá þeim í bakaríinu.
Brauðin hjá Reyni bakara eru sykurlaus, holl og næringarrík og hefur fyrirtækið verið að þróa brauð með því að nota íslenskt bygg og íslenska repjuolíu með góðum árangri.
Sem fyrr segir er Reynir bakari á tveim stöðum í Kópavogi.
Á Dalveginum er opið virka daga frá kl. 06 – 18. Um helgar frá kl. 07 -17
Í Hamraborginni er opið virka daga 08 – 18. UIm helgar er opið á laugardögum frá kl. 08 – 16 og frá kl. 09 – 16 á sunnudögum.
Greint frá á dv.is.
Myndir: af facebook síðu Reynis bakara.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu