Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jól 2022 – Hótel og veitingahús sem bjóða upp á jólahlaðborð og aðrar hátíðarkræsingar
Jólahlaðborð og jólamatseðlar sem veitingastaðir bjóða upp á er klárlega ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Veitingageirinn.is hefur heyrt í mörgum veitingamönnum og eru allir í skýjunum með frábærar viðtökur, en á mörgum stöðum eru komnir biðlistar eftir jólahlaðborði.
Hér að neðan finnur þú hátíðarkræsingar sem að hótel og veitingahús bjóða upp á í ár.
Athugið að þessi listi er ekki tæmandi!
(Sendu okkur línu og við bætum þér á listann: [email protected] eða í gegnum þetta form)
Jólahlaðborð á Hótel Reykjavík Grand
Úlfar Finnbjörnsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Reykjavík Grand verður með glæsilegt jólahlaðborð. Athugið að einungis laus borð 19. nóvember, allir aðrir dagar eru fullbókaðir.
Jólahlaðborð á Stykkishólmi
Fosshótel Stykkishólmur verður í sannkölluðu hátíðarskapi og býður upp á glæsilegt jólahlaðborð á völdum dögum aðventunnar. Eigðu einstaka hátíðarstund með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Aðeins um tveggja tíma akstur frá Reykjavík í jólabæinn Stykkishólm.
Jólaveisla í Mývatnssveit
Veitingastaðurinn Eldey á Hótel Laxá býður upp á sannkallaða jólaveislu. Sjá nánar á facebook síðunni þeirra hér.
Hátíðarmatseðill á veitingastaðnum Aurora
Veitingastaðurinn Aurora á Akureyri býður upp á sérstakan hátíðarseðil alla daga frá 18. nóvember, bæði í hádeginu og á kvöldin. Hægt er að panta borð á Dineout.is hér.
Fjögurra rétta jólaseðill á Mývatni
Á Fosshótel Mývatni er boðið upp á fjögurra rétta jólaseðill ásamt mjög góðu tilboði á gistingu, sem sjá má hér.
Jólaseðill
- Villisveppasúpa
- Jóla forréttaplatti
- Val á milli Kalkúnabringu og Bleikju í aðalrétt
- Kanil panna cotta og jólasmákökur
Sel-Hótel með glæsilegt jólahlaðborð
Sel-Hótel á Skútustöðum í Mývatnssveit býður upp á glæsilegt jólahlaðborð. Bókanir á [email protected]
Jólaseðill Jómfrúarinnar
Aðventuheimsókn á Jómfrúna er löngu orðin hefð hjá mörgum. Jómfrúin leggur mikið upp úr jólamatseðlinum og býr til gómsæta jólaplatta sem passa fullkomlega með góðum snafs. Jómfrúin er staðsett við Lækjargötu 4 í Reykjavík.
Jólaveisla á Reykholti
Fosshótel Reykholt býður upp á sannkallaða jólaveislu ( sjá matseðil hér) ásamt mjög góðu tilboði á gistingu, sem sjá má hér.
Jólavillibráðarseðillinn á Fiskmarkaðnum og Uppi vínbar
Jólavillibráðarseðillinn á Fiskmarkaðnum er sívinsæll hjá matgæðingum enda fléttast þar saman villibráð, jólaleg hráefni og einstök sýn úrvalskokka og matreiðslufólks sem og gómsæt vín sem búa til litlar sprengingar á bragðlaukunum.
Á matseðlinum er meðal annars villibráðarpaté, grafinn villtur lax, sushi með hreindýrakjöti, villt önd og krónhjörtur sem einnig er hægt að njóta á Uppi vínbar.
Nánari upplýsingar og matseðla má sjá á fiskmarkadurinn.is.
Jólamatseðill á Hótel Keflavík
Jólin byrja þann 25. nóvember á Hótel Keflavík. Þá verður byrjað að bjóða upp á sérstakan jólamatseðil og vegan jólamatseðil. Lifandi tónlist skapar ljúfa jólastemningu meðan gestir njóta matarins.
Á hverju ári teflir Óli Már Erlingsson yfirkokkur fram nýjum og spennandi jólamatseðli og árið í ár er engin undantekning, en matseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Jólahlaðborð á Fosshótel Húsavík – ATH: Fullbókað
Það er greinilegt að jólahlaðborðið á Fosshótel Húsavík er vinsælt, en uppselt er á alla dagana sem að jólahlaðborðið er í boði. Sjá nánar hér.
Kokkasveitin er klár fyrir jólahlaðborðsvertíðina
Nomy veisluþjónusta býður upp á jólahlaðborð fyrir veislur af öllum stærðum og gerðum. Hægt er að velja á milli hefðbundins jólahlaðborðs fyrir stóra hópa og einfaldara hlaðborðs fyrir minni hópa sem kemur tilbúið á staðinn.
Jóhannes Steinn Jóhannsson og félagar hans úr kokkasveit Nomy, þeir Bjarni Siguróli Jakobsson og Fannar Vernharðsson, eru svo sannarlega komnir í startholurnar fyrir jólahlaðborðs-vertíðina.
Sjá nánar á veflóðinni www.nomy.is.
Jólahlaðborð Rauða Hússins
Jólahlaðborð Rauða Hússins 2022 verður haldin um helgar frá miðjan nóvember fram að miðjan desember. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella hér.
Fimm tegundir af af jólahlaðborðum
Veisluþjónustan Kokkarnir býður upp á 5 mismunandi tegundir af jólahlaðborðum ásamt frábærum valmöguleikum fyrir þá sem velja vegan. Hægt er að panta jólahlaðborðin með því að senda tölvupóst á [email protected].
Jólahlaðborð á Stracta hóteli
Stracta hótel á Hellu verður með jólahlaðborð í nóvember og desember þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar. Hilmar Þór Harðarson matreiðslumeistari og aðstoðarhótelstjóri á Stracta segir að lagt verður áhersla á öðruvísi jólahlaðborð og er allt unnið frá grunni. Nánari upplýsingar hér.
Jólahlaðborð á Bryggjunni Brugghúsi
Jólaveislan á Bryggjunni Brugghúsi hefst fimmtudaginn 17. nóvember og stendur til og með laugardeginum 10. desember. Sjá nánar hér. Ath. að nánast allar helgar eru uppbókaðar.
Miðjarðarhafs jólaseðill á El faro
2. desember 2022 mun veitingastaðurinn El faro, sem staðsettur er við Norðurljósavegi 2 í Suðurnesjabæ, keyra í gang spennandi Miðjarðarhafs Jólaseðil. Fylgist með á facebook síðu El faro hér.
Jólakvöld Einsa Kalda
Jólakvöld Einsa Kalda í Vestmannaeyjum hefjast 25. nóvember 2022. Nánari upplýsingar á facebook síðu Einsa Kalda hér.
Jólin á Sjálandi
Fjölbreytt jóladagskrá verður í boði á veitingastaðnum Sjáland. Allar nánari upplýsingar hér.
Jólaveisla Slippsins
Slippurinn í Vestmannaeyjum býður upp á jólaveislu fyrstu helgina í desember. Nánari upplýsingar á facebook síðu Slippsins hér.
Leyfðu bragðlaukunum að njóta á GOTT
Siggi Gísla matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Gott í Vestmannaeyjum byrjar að elda jólaseðilinn 25. nóvember 2022. Klárlega möst að skoða.
Tryggðu þér sæti á gott.is.
Jólahlaðborð Edinborg Bístró
Jólahlaðborð Edinborg Bístró á Ísafirði verður í boði 9. og 10. desember. Því miður er uppselt 10. des, en ekki örvænta það eru nokkur sæti laus föstudaginn 9. desember.
Vinsæla Ameríska jólahlaðborðið snýr aftur a Haust Restaurant
Njóttu töfrandi stunda á alvöru amerísku jólahlaðborði alla daga frá 18. nóvember til 1. janúar 2023. Sjá nánar hér.
Njóttu töfra Suðurlands með gistingu og jólahlaðborði á Hótel Kötlu
Boðið er upp á sértilboð á gistingu með margrómaða jólahlaðborði á Hótel Kötlu. Sjá nánar hér.
Athugið að þessi listi er ekki tæmandi!
(Sendu okkur línu og við bætum þér á listann: [email protected] eða í gegnum þetta form)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður