Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jason Atherton opnar nýtt veitingahús
Breski Michelin kokkurinn Jason Atherton opnar í dag, 21. apríl, nýtt veitinga,- og kaffihús sem staðsett er á Biltmore hótelsins í Mayfair í Lundúnum.
Einungis tvö ár eru síðan að Jason opnaði nýjan fine dining veitingastað sem ber heitið Betterment og er staðsett á Grosvenor Square hótelinu. Hótelið hafði þá farið í miklar endurbyggingu sem kostuðu ríflega 60 milljón pund.
Café Biltmore verður opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 12 til 22 og framreiðir kokteila, vín, kampavín og létta rétti, t.a.m. signature rétti Atherton, steiktan kjúklingaborgara (sjá meðfylgjandi mynd), heimabakað pasta og eldbaka pizzu og sítrónutart með jógúrtsorbet.
Einungis útisæti eru í boði, þá bæði á Café Biltmore og Betterment, en áætlað er að opna aftur fyrir þjónustu innanhúss þann 17. maí n.k. ef takmarkanir stjórnvalda leyfa vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Jason Atherton er fæddur 6. september 1971 og er enskur matreiðslumaður og veitingamaður. Veitingastaður hans Pollen Street Social hlaut Michelin stjörnu árið 2011 sem þá var opnunarár veitingastaðarins. Hann var yfirkokkur á Michelin veitingastaðnum Maze í London sem er í eigu Gordon Ramsay, en Jason hætti 30. apríl 2010. Árið 2014 stjórnaði Jason sjónvarpsþáttunum My Kitchen Rules.
Myndir: facebook / The Biltmore Mayfair
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin