Uppskriftir
Jalapeno borgari með sveppum og chipotle sósu
Hér er borgari fyrir þá sem vilja smá auka hita í borgarakvöldið sitt.
Fyrir 4:
Innihald:
- Ungnautahakk, 480 g
- Hamborgarabrauð, 4 stk
- Cheddar ostur, 8 þykkar sneiðar
- Sveppir, 70 g
- Taco krydd (Santa Maria), 40 ml
- Mayo, 100 ml
- Sýrður rjómi, 20 ml
- Salsa sósa, 30 ml
- Chipotle mauk (Santa Maria), 10 ml
- Íssalat, eftir smekk
- Jalapeno, eftir smekk
Aðferð:
Hrærið saman mayo, sýrðum rjóma, salsa sósu og chipotle mauki. Smakkið til með salti og geymið í kæli.
Sneiðið sveppi þunnt og steikið í smá olíu þar til þeir eru fulleldaðir og aðeins farnir að brúnast.
Setjið nautahakk í skál og blandið taco kryddi vel saman við en reynið að ofverka kjötið ekki því þá verða borgararnir of þéttir í sér.
Hitið pönnu við meðalháan hita og ristið brauðin í smástund þar til þau verða gyllt og falleg.
Mótið 4 buff sem eru aðeins stærri en hamborgarabrauðin að stærð (Það er gott er að gera dæld í miðju kjötsins með þumlinum, en þá skreppur kjötið minna saman við eldun) og grillið eða steikið borgarana í um 2.5-3 mín á hvorri hlið. Saltið smá.
Þegar litlar vökvaperlur eru farnar að myndast í köntum kjötsins er kominn tími til þess að snúa, setja 2 sneiðar af osti á hvern borgara og setja lokið á pönnuna/loka grillinu þar til osturinn er bráðnaður fallega.
Raðið sósu, káli, kjöti, sveppum jalapeno og svo meiri sósu í brauðin og berið fram.
Mynd og uppskrift: www.maturogmyndir.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?