Frétt
Jacquy Pfeiffer á Íslandi
Einn fremsti kökugerðarmeistari í heimi, Jacquy Pfeiffer, er væntanlegur til Íslands í byrjun nóvember, á vegum franska sendiráðsins. Jacquy hefur starfað við mörg af fremstu veitingahúsum í heimi og rekur nú skóla í franskri kökugerð í Chicago. Hann hefur hlotið margar og miklar viðurkenningar fyrir list sína, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum.
Jacquy tekur þátt í kynningu á franskri kökugerð í tengslum við átakið „Le goût – Keimur“. Hann kemur fram í Hagkaupum í Kringlunni milli 13 og 15 laugardag 3. nóvember og kennir að baka kryddbrauð. Kl. 16-17 sama dag rekur hann sögu franskrar kökugerðar í Alliance Française og býður fólki að smakka á krásum og verður síðar með vinnustofu þar.
Þá verður hann einn dag við Hótel og matvælaskólann í Kópavogi þar sem hann skoðar skólann og kynnir nemendum heimsklassakökugerð.
Koma Jacquys er hvalreki fyrir allt áhugafólk um kökur. Kannski að dýrindissmákökur í frönskum anda setji svip á jólaboðin í ár!
Mynd: frenchpastryschool.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






