Vertu memm

Frétt

Jacquy Pfeiffer á Íslandi

Birting:

þann

Jacquy Pfeiffer

Jacquy Pfeiffer

Einn fremsti kökugerðarmeistari í heimi, Jacquy Pfeiffer, er væntanlegur til Íslands í byrjun nóvember, á vegum franska sendiráðsins. Jacquy hefur starfað við mörg af fremstu veitingahúsum í heimi og rekur nú skóla í franskri kökugerð í Chicago. Hann hefur hlotið margar og miklar viðurkenningar fyrir list sína, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum.

Jacquy tekur þátt í kynningu á franskri kökugerð í tengslum við átakið „Le goût – Keimur“. Hann kemur fram í Hagkaupum í Kringlunni milli 13 og 15 laugardag 3. nóvember og kennir að baka kryddbrauð. Kl. 16-17 sama dag rekur hann sögu franskrar kökugerðar í Alliance Française og býður fólki að smakka á krásum og verður síðar með vinnustofu þar.

Þá verður hann einn dag við Hótel og matvælaskólann í Kópavogi þar sem hann skoðar skólann og kynnir nemendum heimsklassakökugerð.

Koma Jacquys er hvalreki fyrir allt áhugafólk um kökur. Kannski að dýrindissmákökur í frönskum anda setji svip á jólaboðin í ár!

Mynd: frenchpastryschool.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið