Frétt
Jacquy Pfeiffer á Íslandi
Einn fremsti kökugerðarmeistari í heimi, Jacquy Pfeiffer, er væntanlegur til Íslands í byrjun nóvember, á vegum franska sendiráðsins. Jacquy hefur starfað við mörg af fremstu veitingahúsum í heimi og rekur nú skóla í franskri kökugerð í Chicago. Hann hefur hlotið margar og miklar viðurkenningar fyrir list sína, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum.
Jacquy tekur þátt í kynningu á franskri kökugerð í tengslum við átakið „Le goût – Keimur“. Hann kemur fram í Hagkaupum í Kringlunni milli 13 og 15 laugardag 3. nóvember og kennir að baka kryddbrauð. Kl. 16-17 sama dag rekur hann sögu franskrar kökugerðar í Alliance Française og býður fólki að smakka á krásum og verður síðar með vinnustofu þar.
Þá verður hann einn dag við Hótel og matvælaskólann í Kópavogi þar sem hann skoðar skólann og kynnir nemendum heimsklassakökugerð.
Koma Jacquys er hvalreki fyrir allt áhugafólk um kökur. Kannski að dýrindissmákökur í frönskum anda setji svip á jólaboðin í ár!
Mynd: frenchpastryschool.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






