Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ítalskir töfrar á Einsa Kalda | Ítalskir dagar í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

Ítalskir töfrar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum

Ítalski kokkurinn Marco Savini

Á föstudaginn 8. maí býður Einsi kaldi í Vestmannaeyjum í samstarfi við ítalska kokkinn Marco Savini uppá ítalska töfra. Til stóð að Claudio Savini faðir hans Marco myndi vera með, en hann forfallaðist því miður á síðustu stundu, en Marco mun sjá til þess að matseðillinn sem faðir hans var búinn að seta upp verði óaðfinnanlegur.

Ítalskir töfrar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum

Trufflurnar eru lentar
Þessa mynd var birt á facebook síðu Einsa Kalda til staðfestingar um að trufflurnar eru lentar og gæslumaður þeirra Marco Savini er byrjaður að meðhöndla þær af mikilli natni.

Í Vestmannaeyjum eru sérstakir ítalskir dagar sem hefjast á morgun fimmtudaginn 7. maí, en það eru þeir Einar Björn Árnason og Sigurjón Aðalsteinsson sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar sem hér segir:

Fimmtudagur 7. maí 2015

Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona ásamt Svetlönu Makedon, píanóleikara munu halda óperutónleika til stuðnings Eyjarós krabbavörn í Vestmannaeyjum, í safnaðarheimili Landakirkju.

Efnisskrá tónleikana verður mjög fjölbreytt, en hún spannar frá íslenskum sönglögum til fjörugrar Napólí tónlistar. Allir unnendur af klassískri tónlist eru hvattir til að flykkja sér á tónleikana og styrkja í leiðinni gott málefni.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er miðaverð 2.500 kr

Miðasala fer fram í Eymundsson og við innganginn. Einnig er hægt að hringja í Karólínu í síma 661-2845 og panta miða.

Allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur til Eyjarósar krabbavörn í Eyjum smiley.

Ítalskir töfrar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum

100 grömm af trufflusveppum kostar 200 þúsund
Meðalverð á hvítri Alba vetrartrufflu er 1.500 dollarar fyrir 100 grömm eða um 200 þúsund Íslenskar krónur.

Föstudagur 8. maí

Einsi kaldi í samstarfi við ítölsku meistarakokkana, Michele Mancini og Claudio Savini bjóða upp á ekta 7 rétta ítalska matarupplifun. Þessi viðburður er eitthvað sem sannir sælkerar og áhugafólk um mat og matarmenningu mega ekki láta fram hjá sér fara.

Alberto di Cappa ferðamálafrömuður ásamt Höllu Margréti Árnadóttur óperusöngkonu munu kynna réttina fyrir matargestum, auk þess að veita fólki innsýn í matarvenjur Ítala.

Það eina sem Einsi telur að geti spillt gleðinni í eldhúsinu er að hann heldur með Inter Milan á meðan Marco er mikill stuðningsmaður Juventus, en hann stefnir á að halda friðinn a.m.k. fram yfir kvöldverðinn.

Þrátt fyrir að Marco trufflur og truffluafurðir (meðalverð á hvítri Alba vetrartrufflu er 1.500 dollarar fyrir 100 grömm eða um 200 þúsund krónur) í nokkra rétti þá ætlar Einsi að halda verðinu á matseðlinum í algjöru lágmarki, eða 8.900 kr. fyrir manninn.

Verð með 4 glösum af sérvöldum ítölskum vínum er 15.700 kr.

Hægt er að tryggja sér borð á þessa einstöku upplifun með því að hringja í 481-1415, eða senda skilaboð á facebook síðu Einsa Kaldi.

Matseðillinn:

Ítalskir töfrar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum

Laugardagur 9. maí

Í Eldheimum munu Alberto di Cappa, ferðamálafrömuður og Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona standa fyrir Ítalíukynningu. Í viðleitni sinni til að koma boðskapnum á framfæri, þá ætla þau vinirnir að styðjast við myndbönd söng, skype og auðvitað eigin rödd.

Kynningin hefst kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis.

Hver er Einsi Kaldi?

Einar Björn Árnason ( Einsi Kaldi ) matreiðslumeistari

Einar Björn Árnason matreiðslumeistari
Myndina tók Sverrir Halldórsson matreiðslumeistari þegar hann kíkti í heimsókn á nokkra veitingastaði í Vestmannaeyjum í maí 2014. Greinina er hægt er að finna hér á veitingageirinn.is undir nafninu „Vestmannaeyjaferð – 3. kafli“

Einar Björn Árnason er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur komið sér fyrir í Höllinni, með veisluþjónustuna „Einsa kalda“ og með veitingastað undir sama nafni á hótel Vestmannaeyjum. Veitingastaðurinn „Einsi kaldi“ tekur um 80 manns í sæti.

Einar útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi vorið 2007 með ágætiseinkunn.Áður en hann hóf matreiðslunám kom hann við í bakaranámi og starfaði sem bakari í 4 ár. Bakarareynslan hefur komið sér vel fyrir Einsa og auðgað hann sem matreiðslumann. Einar lauk meistaranámi sínu matreiðslu vorið 2012.

Það var Grímur Þór Gíslason „plokkfisk-kóngur Íslands“sem fékk Einar í matreiðslunámið og „ól hann upp“ ef svo má segja. Hann lærði hjá Grími og kláraði svo samning sinn á veitingahúsinu Óðinsvéum, undir leiðsögn Sigga Hall. Með náminu starfaði Einar á veitingastaðnum Argentínu.

Einar ann, Vestmannaeyjum, sínum heimabæ afar heitt og hann var því alltaf ákveðinn í að snúa aftur til Eyja, þar sem hann býr nú ásamt eiginkonu og þremur börnum.

Það er auðvitað ekki alltaf einfalt fyrir metnaðarfullan kokk sem býr á eyju úti í ballarhafi að fylgjast vel með straumum og stefnum í eldamennskunni til að staðna ekki í faginu. Einar er líka alveg klár á því og hefur hann gætt þess vel að halda sambandi við kollegana í bænum, en það gerir hann með því að heimsækja þá reglulega og fá þá í heimsóknir til Eyja. Í þessum heimsóknum er skipst á hugmyndum og uppskriftum, sem halda Einari ferskum og á tánum og í tengslum við það sem er „inni“ í bransanum á hverjum tíma.

Í eldamennskunni finnst Einsa mest gaman að töfra fram ljúffenga sjávarrétti og fyrir það er hann rómaður. Þessi áhugi hans ætti kannski ekki að koma á óvart, þar sem nálægðin við fengsæl fiskimið gera honum kleift að fá spriklandi ferskan fisk daglega. Hann leggur reyndar almennt mikið upp úr því að nota í matargerðina staðbundið hráefni, s.s. bjarg- og sjófugl ásamt ýmis konar kryddjurtum sem týndar eru á eyjunni.

 

Myndir: af facebook síðu Einsa Kalda.

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið