Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Íslenskur yfirkokkur á nýju hóteli í Noregi
Stötvig Hotell er nýtt hótel við Larkollen fyrir miðjum Osló firðinum sem opnar 11. nóvember kl: 11:00 (11.11 – kl. 11). Stötvig Hotell er strand hótel og verður mjög nýtískulegt undir áhrifum frá gömlu Oslófjarðar hótelunum og með örlitlu New England ívafi. Hilmar Þór Harðarson hefur verið ráðinn sem yfirmatreiðslumaður hótelsins.
Hilmar er 31 árs gamall sjókokkur og matreiðslumaður, en hann útskrifaðist sem sjókokkur árið 2002, en það var kokkastarfið sem heillaði hann mjög svo, að hann ákvað að demba sér í að læra fagið. Hilmar byrjaði að læra árið 2003 og lærði að megninu til á vox á hilton hótel og kláraði á síðan veitingastaðnum Á næstu grösum og útskrifaðist síðan árið 2008.
Hilmar hefur unnið á Saferlic í Nuuk í Grænlandi, Skinnarbu hótel í Telemark í Noregi, Thon hótel í Kristiandsund og starfaði sem yfirmatreiðslumaður á öllum þessum stöðum.
Stötvig Hotell hefur 91 herbergi og hafa svíturnar eitt magnaðasta útsýni enda Osló fjörðurinn með þeim fallegri. Hótelið hefur 9 ráðstefnusali sem taka allt frá 12 manns og upp í 160 manns, en hægt er að opna milli sumra salana til að stækka þá.
Hótelið býður upp á fjölbreytta þjónustu, kvikmyndahús, heilsulind, kennslueldhús, bókasafn, vínkjallara, inni og úti sundlaug, einkaströnd og nokkra veitingastaði svo fátt eitt sé nefnt.

Stötvig Hotell fékk Skrímslið hans Steven Spielberg frá stórmyndinni Jaws. Þessi risahákarl hefur síðustu árin verið í tívolíinu hjá Universal Studios hefur nú fengið nýtt hlutverk og gnæfir yfir sundlaugina á hótelinu.
Nánari umfjöllun verður um matinn og hótelið þegar nær dregur ásamt því að birtar verða fleiri myndir.
Myndir: af facebook Stötvig Hotell.
Mynd af Hilmari: aðsend
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!