Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslenskur veitingastaður í vinsælum þýskum matreiðsluþætti
Veitingastaðurinn Nordlicht er kominn í úrslit í þýsku matreiðsluþáttunum „Mein Lokal, Dein Lokal“. Í þáttunum keppa 5 veitingastaðir þar sem borðsalurinn, eldhúsbúnaðurinn ofl. er dæmt, að auki barinn og úrval drykkja.
Síðan bjóða veitingastaðirnir upp á kvöldmáltíð (forrétt, aðalrétt og eftirrétt) og þáttastjórnandinn Mike Süsser gefur einkunn frá 1 til 10. Stigahæsti veitingastaðurinn fær síðan bikar í verðlaun og 3.000 kr. evrur í peningaverðlaun ásamt mjög góða kynningu.
„Mein Lokal, Dein Lokal“ er afar vinsæll matreiðsluþáttur með yfir 1 milljón áhorf í Þýskalandi, en hann er einnig sýndur í Austurríki og Sviss. Þátturinn verður sýndur í byrjun desember næstkomandi.
Eigendur Nordlicht eru veitingahjónin Axel Pétur Örlygsson og Þórdís Wiencke.
„Nordlicht er íslenskur veitingastaður í hjarta Franken, Bayern, Þýskalandi með alþjóðlegu eldhúsi og með áherslu á íslenska rétti og matargerð.“
Sögðu þau Axel og Þórdís í samtali við veitingageirinn.is.
„Fyrir okkur var þetta einstakt tækifæri til að bæta okkur og efla okkur og heimamenn. Við kynntumst frábæru nýju fólki, gátum aukið þekkingu okkar og öðluðumst mikla reynslu.“
Sögðu veitingahjónin, aðspurð um upplifun þeirra með þátttöku þeirra í þættinum.
Framkvæmdir 2003 til 2004
Veitingastaðurinn Nordlicht var formlega opnaður 24. júní 2004 eftir miklar framkvæmdir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hjónin hafa staðið vaktina alveg frá byrjun, Axel sem kokkur og Þórdís sem þjónn.
Nordlicht var eingöngu bar fyrstu árin, en árið 2012 var byrjað að bjóða upp á pizzur og smátt og smátt breyttust straumar veitingastaðarins í alþjóðlegt eldhús með áherslu á íslenska rétti og matargerð.
„Það tók sveitamanninn svolítið langan tíma að læra að borða fisk inni í miðri Evrópu. Við fáum meira af ferðamönnum vegna fiskréttanna en bæjarbúar koma meira vegna pizzunnar.“
Sögðu hjónin að lokum.
Veitingageirinn.is óskar þeim alls hins besta í þættinum í desember.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta10 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac